SMFÉ1ÍL05(12) - Ísland

Ísland

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er unnið með Ísland og Íslandskortið. Farinn er hringur um kortið og hin ýmsu sveitarfélög landsins kynnt. Skoðað er hvað sveitarfélögin eiga sameiginlegt og hvaða þættir gera þau ólík. Sérstök áhersla er lögð á höfuðborgina, Reykjavík.

Þekkingarviðmið

  • nöfnum sveitarfélaga víðsvegar um Ísland
  • fjölda íbúa á fyrirfram ákveðnum stöðum
  • helstu kennileitum ákveðinna staða
  • vinsælum ferðamannastöðum á Íslandi.

Leikniviðmið

  • nefna og aðgreina bæjarfélög á Íslandi
  • setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
  • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
  • beita mismunandi aðferðum í vinnuferlinu.

Hæfnisviðmið

  • ferðast um landið og taka þátt í umræðum um náttúruperlur Íslands
  • taka eftir ólíkum viðfangsefnum
  • greina á milli aðal- og aukaatriða
  • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • tjá eigin skoðanir.
Nánari upplýsingar á námskrá.is