Tómstundir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum eru ýmsir flokkar tómstunda skoðaðar og kynntir. Fjallað er um fjölbreytileika tómstunda og hvernig hægt er að nota þær í þeim tilgangi að gefa lífinu enn meira gildi. Skoðaðar eru tómstundir sem stundaðar eru úti og inni, tómstundir í skóla, starfi, heima við og í lífinu almennt.
Þekkingarviðmið
- því að til eru fjölbreyttar tómstundir
- því að tómstundir geta verið ánægjulegar og hægt er að velja tómstundir við hæfi
- því að tómstundir geta verið einungis til afþreyingar en líka haft menntunarlegt gildi.
Leikniviðmið
- velja tómstundir sem hentar honum
- stunda samviskusamlega þær tómstundir sem valdar hafa verið.
Hæfnisviðmið
- hafa yfirsýn yfir fjölbreyttar tómstundir
- meta og velja tómstundir með hliðsjón af áhugasviði og hæfni
- skoða fordómalaust ný svið tómstunda.
Nánari upplýsingar á námskrá.is