LÍFS1TS05(14) - Tjáning og samskipti

Tjáning og samskipti

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er áhersla lögð á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Megin áhersla er lögð á að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur búa nú þegar að. Notaðar eru fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir, s.s. umræður, framsagnarverkefni, hugtakaverkefni og fjölbreytt verkefni sem stuðla að því að styrkja sjálfsmynd nemenda.

Þekkingarviðmið

  • samskiptaleið sem hentar viðkomandi
  • skoðanafrelsi og/eða tjáningarfrelsi
  • mikilvægi þess að láta skoðanir sínar í ljós og hlusta á sjónarmið annarra.

Leikniviðmið

  • tjá sig fyrir framan nemendahópinn
  • virða skoðanir annarra
  • leggja mat á eigin verkefni og/eða frammistöðu
  • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir.

Hæfnisviðmið

  • vera meðvitaður um styrkleika sína
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • bera virðingu fyrir skoðunum annarra
  • kynna sjálfan sig með fullu nafni og svara spurningum um fyrirfram ákveðin viðfangsefni
  • bíða eftir að röðin komi að honum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is