ÍSLE1UL05(15) - Upplýsingalæsi

Upplýsingalæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er unnið með ýmsa grunnþætti íslenskunnar, svo sem lestur, lesskilning, ritun og tjáningu. Unnið er að því að nemendur verði færir í alls kyns textavinnslu á tölvutæku formi og kynnist þeim möguleikum sem tölva og netið bjóða upp á. Nemendur lesa ýmsa texta sem birtast í miðlum á netinu og vinna með þá ásamt því að fá þjálfun í ritun og tjáningu.

Þekkingarviðmið

  • þeim möguleikum sem tölva býður upp á til meðhöndlunar texta
  • mismunandi miðlum á netinu
  • ritun og framsetningu texta í tölvutæku formi
  • mikilvægi tjáningar.

Leikniviðmið

  • rita texta á tölvutæku formi
  • lesa mismunandi texta á netinu sér til gagns
  • rita mismunandi texta við sitt hæfi
  • tjá sig á margvíslegan hátt.

Hæfnisviðmið

  • skila tölvuunnum verkefnum og senda rafrænt til kennara
  • lesa ýmsa texta á netinu s.s. fréttir og fræðigreinar
  • rita einfalda texta, sögur og ljóð
  • tjá eigin skoðanir.
Nánari upplýsingar á námskrá.is