ÍSLE1AT05(14) - Íslenska atvinnulífs

Íslenska atvinnulífs

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að auka markvisst orðaforða nemenda og þjálfa lestrarfærni með því að lesa ýmiss konar rit, eyðublöð og gögn sem nemendur koma til með að nota í nánustu framtíð. Nemendur fá þjálfun í munnlegri tjáningu með því að taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína til umræðuefna og komast að niðurstöðu. Unnið er að ritun ýmiss konar texta og reynt að virkja ímyndunarafl nemenda með sögu- og ævintýragerð af ýmsu tagi.

Þekkingarviðmið

  • orðfæri sem notað er t.d. í atvinnuumsóknum, skattaskýrslum, leiðbeiningum ýmiss konar o.fl.
  • mikilvægi lestrar
  • mikilvægi þess að geta tjáð sig skýrt og gera grein fyrir skoðunum sínum
  • ritun mismunandi texta.

Leikniviðmið

  • lesa mismunandi texta sér til gagns
  • tjá skoðanir sínar og taka þátt í rökræðum
  • rita mismunandi texta við sitt hæfi.

Hæfnisviðmið

  • lesa sér til gagns ýmsa texta, leiðbeiningar og eyðublöð
  • lesa sér til dægrastyttingar
  • tjá skoðanir sínar og geta komist að niðurstöðu í rökræðum
  • virkja ímyndunarafl sitt og getað rita einfalda texta og sögur.
Nánari upplýsingar á námskrá.is