Grunnnámskeið
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu á undirstöðuatriðum skyndihjálpar og færni í að veita fyrstu hjálp. Nemendur kynnast streitu í neyðartilfellum, tilfinningalegum viðbrögðum eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænum stuðningi og hvernig forðast má sýkingar. Nemendur kynnast fjórum skrefum skyndihjálpar og hvernig bregðast skal við ólíkum áverkum. Einnig læra nemendur á hjartastuðtæki og beita því til endurlífgunar.
Þekkingarviðmið
- hvernig mat á slösuðum einstaklingi á slysstað er framkvæmt
- hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar
- framkvæmd endurlífgunar og notkun hjartastuðtæki
- blæðingum og viðbrögðum við lostástandi
- hættum vegna aðskotahluta í öndunarvegi
- helstu tegundum sára, umbúða og sárabinda
- helstu tegundum brunasára og skyndihjálp vegna brunasára
- helstu áverkum á líkama
- fyrstu viðbrögðum við kali, ofkælingu og ofhitnun
- fyrstu viðbrögðum vegna bráðra sjúkdóma, eitrana, bits og stungna
Leikniviðmið
- framkvæma mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
- flytja slasaðan einstakling af slysstað á öruggan hátt
- framkvæma blástursmeðferð og hjartahnoð
- nota hjartastuðtæki
- losa aðskotahluti úr öndunarvegi
- búa um sár og velja umbúðir við hæfi
- stöðva blæðingu og búa um blæðandi sár
- beita viðeigandi meðferð við losti
- spelka útlimi eftir áverka/tognanir
- veita fyrstu hjálp vegna brunasára
- veita fyrstu hjálp vegna kals, ofkælingar og ofhitnunar
Hæfnisviðmið
- meta aðstæður á slysstað og bregðast við þeim á viðeigandi hátt
- vera tilbúinn að veita skyndihjálp vegna bráðra sjúkdóma, meðvitundarleysis, slysa, líkamlegra og sálrænna áverka
Nánari upplýsingar á námskrá.is