MOME1FL05(12) - Matur og menning í fjarlægum löndum og innlend matarmenning

Matur og menning í fjarlægum löndum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga kynnast nemendur matargerð í fjarlægum menningarheimum auk þess sem þeir fræðast um íslenska matarmenningu. Ætlast er til að nemendur nái tökum á matreiðslu ýmissa framandi rétta auk þess sem áhersla er lögð á hlutverk gestgjafans í matarboðum. Nemendur annast innkaup á hráefni með hollustu og hagkvæmni í huga og laga uppskriftir að vöruúrvali. Nemendur kynnast þeim menningarheimi og þeirri samfélagsgerð sem maturinn tengist, m.a. með því að horfa á sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem tengjast matargerð og með því að nýta sér upplýsingar af veraldarvefnum. Nemendur vinna stuttar kynningar á þeim löndum eða svæðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Þau lönd sem tekin eru fyrir í áfanganum eru m. a. Ísland, Pólland, Tyrkland, Indland, Kína, Mexíkó og Íran.

Þekkingarviðmið

  • matarmenningu í völdum fjarlægum samfélögum
  • innlendri matarmenningu
  • ólíkum siðum við fæðuöflun og matargerð
  • mikilvægi hollrar næringar fyrir heilbrigðan líkama.

Leikniviðmið

  • matreiða framandi rétti
  • vinna með ýmiss konar gögn við matreiðslu, s.s. matreiðslubækur og hvers kyns áhöld og tæki
  • greina á milli ólíkra gerða matseldar, s.s. suðu, steikingar, ofnbökunar o.s.frv.
  • greina á milli ólíkra menningarheima út frá ólíkum listafurðum og matseld
  • ástunda hagkvæm og umhverfisvæn innkaup til heimilis.

Hæfnisviðmið

  • miðla almennri þekkingu sinni í umræðum og stuttum kynningum
  • miðla leikni sinni við matseld
  • auka skilning sinn á framandi menningaheimum og eigin menningu
  • leggja mat á næringargildi og hollustu matvöru
  • haga innkaupum eftir sjónarmiðum um hollustu, sjálfbærni og hagkvæmni
Nánari upplýsingar á námskrá.is