Bókmenntir, málfræði, orðaforði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2BL05(21)
Í áfanganum er áhersla lögð á lestur flóknari texta en áður og að nemendur læri að lesa „á milli línanna“. Lesin eru bókmenntaverk og þau túlkuð með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að að tjá hugsanir sínar og skoðanir í ræðu og riti og geti rökstutt mál sitt. Nemendur fá grunnþjálfun í að leita heimilda, t.d. á bókasöfnum, veraldarvefnum, í margmiðlunarefni o.s.frv.
Þekkingarviðmið
- helstu reglum enskrar málfræði og geta beitt þeim af öryggi
- þeim orðaforða sem unnið er með í áfanganum og geta beitt honum af öryggi í viðeigandi samhengi
- helstu hugtökum sem að gagni koma í bókmenntagreiningu.
Leikniviðmið
- lesa fjölbreytta bókmenntatexta og beita grunnhugtökum í bókmenntafræðilegri greiningu þeirra
- hlusta á og skilja ensku sem töluð er við ólíkar aðstæður og með mismunandi hreim
- bregðast við töluðu máli á ólíkan hátt, t.d. með endursögn (munnlegri, skriflegri), svörum, útdrætti o.s. frv.
- tjá sig skriflega í ritunarverkefnum þar sem reynir á ímyndunarafl og skapandi notkun málsins.
Hæfnisviðmið
- lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu orða
- halda stutt erindi um sérhæft efni með viðeigandi orðaforða og með eðlilegum hraða og hrynjandi
- beita helstu málfræðireglum á réttan hátt
- draga aðalatriði úr töluðum og rituðum texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is