RANN3ER05(11) - Rannsóknarverkefni á félags- og hugvísindasviði

Eigindlegar rannsóknir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 130 einingar á stúdentsbraut.
Áfanginn er verkefnaáfangi sem byggir á að nemandi gerir eitt lokaverkefni þar sem eigindlegar rannsóknaraðferðir innan mannvísinda eru í fyrirrúmi. Nemendum eru kynntar þáttökuathuganir, vettvangslýsingar, viðtalsaðferð, rýnihópar og heimildarýni. Nemandi velur sér rannsóknarefni og nýtir eina af ofantöldum rannsóknaraðferðum í vinnu sinni. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar og skila í lok annar lokaafurð í formi skýrslu/ritgerðar og kynna fyrir samnemendum sínum.

Þekkingarviðmið

  • helstu hugtökum sem tengjast eigindlegum rannsóknaraðferðum.
  • helstu verkferlum við beitingu eigindlegrar rannsóknaraðferðar.

Leikniviðmið

  • greina á milli ólíkra rannsóknaraðferða og beita í það minnsta einni þeirra.
  • miðla þekkingu sinni á kenningum og rannsóknum.
  • setja fram rannsóknarspurningar og tilgátur um rannsóknarefni að eigin vali.

Hæfnisviðmið

  • tengja eigindlega rannsóknarhefð við helstu kenningarnar
  • framkvæma eigindlega rannsókn á viðfangsefni að eigin vali
  • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum sínum og rökstyðja skoðanir sínar
Nánari upplýsingar á námskrá.is