Heildun og deildarjöfnur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR3DF05(41)
Í áfanganum er fjallað um heildi allra helstu falla. Farið er yfir heildunaraðferðir á margfeldi falla og á samsettum föllum. Fjallað er um hvernig rúmmál hluta er reiknað með heildun. Jafnframt er farið yfir fyrsta stigs línulegar deildarjöfnur og lausnaraðferðir á þeim.
Þekkingarviðmið
- heildun venjulegra falla og tengslum heildunar og deildunar
- heildun margfeldis falla
- heildun samsettra falla
- notkun heildunar við að finna rúmmál hluta
- lausnaraðferðum á línulegum deildarjöfnum.
Leikniviðmið
- heilda allar helstu gerðir falla
- beita reglum um heildun margfeldis falla og samsettra falla
- reikna rúmmál hluta
- leysa línulegar deildarjöfnur.
Hæfnisviðmið
- skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
- útskýra hugmyndir sínar og verk
- fylgja fyrirmælum sem gefin eru
- lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
- beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is