undirbúningsáfangi í íslensku
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Grunnskólapróf
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í íslensku á framhaldsskólastigi með því að fara yfir undirstöðuatriði málfræði og málnotkunar, stafsetningar, ritunar, bókmennta og tjáningar. Í málfræði- og málnotkunarhluta áfangans vinna nemendur með undirstöðuatriði málfræðinnar til þess að bæta málskilning og málnotkun. Í stafsetningarhluta áfangans vinna nemendur sérstök stafsetningarverkefni og fá þjálfun í að nýta sér handbækur og hjálparforrit til að bæta stafsetningu sína. Í ritunarþætti áfangans rita nemendur fjölbreytilega texta og fá þjálfun í byggingu ritsmíða og framsetningu röksemdafærslna og fá æfingu í að nýta sér ýmiss konar hjálpargögn, s.s. handbækur, orðabækur og leiðréttingarforrit. Bókmenntatextar sem lesnir eru í áfanganum eru valdir með það að markmiði að efla lesskilning nemenda og orðaforða. Nemendur kynnast einnig grunnhugtökum bókmennta. Í tjáningarþætti áfangans fá nemendur þjálfun í upplestri og framsögn.
Þekkingarviðmið
- orðaforða umfram þann sem sem viðhafður er í daglegu talmáli
- íslenskri stafsetningu og greinarmerkjasetningu
- helstu hugtökum varðandi ritgerðarsmíðar
- nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir
- forsendum góðrar framsagnar og eðlilegrar framkomu við flutning texta.
Leikniviðmið
- beita reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu
- nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn til að lagfæra eigin texta
- skrifa ýmsar tegundir texta þar sem meginreglum málnotkunar og hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta er fylgt
- lesa ólíkar tegundir texta sér til gagns og ánægju
- beita aðferðum sem koma að gagni við flutning framsögu.
Hæfnisviðmið
- skrifa texta á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt
- túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum
- flytja framsögu á skýran og áheyrilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is