Vísindatengdur orðaforði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3BO05(31)
Í þessum áfanga er fjallað um vísindatengt efni á margvíslegan máta. Nemendur leysa margs konar lesskilningsverkefni um vísindatengt efni og vinna að þýðingum, bæði á ensku og íslensku, til þess að auka orðaforða sinn. Mánaðarlega flytja nemendur kynningar á vísindatengdu efni sem þeir velja sjálfir (þó háð lokasamþykki kennara). Sjónrænir miðlar (myndbönd, DVD, veraldarvefur o.fl.) eru nýttir að töluverðu leyti í áfanganum. Stór hluti af námsmati áfangans felst í ritgerð þar sem ítarlegar kröfur eru gerðar til heimildavinnu og vísindalegrar framsetningar og fá nemendur markvissa þjálfun í slíkri vinnu. Ætlast er til að nemendur hafi gott skipulag á gögnum sem tengjast áfanganum, nýti kennslustundir vel til vinnu og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum.
Þekkingarviðmið
- vísindatengdum orðaforða gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
- reglum og viðmiðum sem gilda um ritun heimildaritgerða samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra ritsmíða á háskólastigi.
Leikniviðmið
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um vísindalegt efni
- lesa texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
- beita enskri tungu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um vísindatengt málefni
- flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði, rökstyðja mál sitt með dæmum og bregðast við fyrirspurnum.
Hæfnisviðmið
- lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann hefur kynnt sér
- skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma meðrök og mótrök og þau eru vegin og metin
- skrifa ritgerð sem fylgir kröfum um vísindalega framsetningu og meðferð heimilda
Nánari upplýsingar á námskrá.is