FÉLV2KA05(21) - Sjónarhorn félagsvísinda

Kenningar og aðferðir í félagsvísindum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLV2IF05(11)
Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu sjónarhorn greinarinnar kynnt. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og fjallað er um nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda. Farið er yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hugtökum sem kynnt eru í áfanganum, setji þau í fræðilegt samhengi og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni, s.s. fjölskyldu, skóla, fjölmiðla og heilsu. Helstu kenningar varðandi átök, samskipti og samstöðu (virkni) eru skýrðar, ásamt viðhorfum sem kennd eru við póstmódernisma.

Þekkingarviðmið

  • helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og framlagi þeirra til greinarinnar
  • helstu sjónarhornum innan félagsfræðinnar
  • aðferðafræði félagsfræðinnar
  • hugtökum á borð við félaglega lagskiptingu, frávik, kynhlutverk og sjálfsmynd
  • áhrifum fjölmiðla í samfélaginu
  • hlutverki fjölskyldu og skóla
  • áhrifum samfélagsins/menningar á heilsufar einstaklingsins.

Leikniviðmið

  • beita kenningum í félagsfræði til að skoða samfélagsleg málefni
  • beita félagsfræðilegu innsæi
  • beita aðferðum félagsfræðinnar
  • fjalla um og bera saman ólík sjónarhorn innan félagsfræðinnar
  • útskýra áhrif kenninga á samfélagsleg viðfangsefni
  • afla sér upplýsinga um samfélagsleg málefni, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti áfangans
  • hagnýta veraldarvefinn til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni.

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og mynda sér skoðanir sem byggjast á gagnrýninni hugsun
  • framkvæma einfalda rannsókn og átta sig á helstu niðurstöðum
  • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á námi sínu og vinna í samvinnu við aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is