ÞÝSK1ÞB05(31) - Hlustun, ritun, lesskilningur og tal

hlustun og ritun, lesskilningur, tal

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: ÞÝSK1GF05(21)
Í þessum áfanga er áhersla lögð á nánasta umhverfi nemandans: heimilið, mat, tísku og smekk, skólann og starfið. Í tengslum við þessi þemu er siðum og samskiptavenjum í þýskumælandi löndum fléttað inn í kennsluna. Nemendur eru áfram þjálfaðir í öllum málfærniþáttum, hlustun, lesskilningi, ritun og tali með aukinni áherslu á tjáningu. Í kennslubókinni verða textar nú aðeins lengri og flóknari en í fyrri áföngum. Lesin er ein léttlestrarbók á þyngdarstigi 1 til 2 sem nemendur gera grein fyrir á þýsku í samtali við kennara þar sem þeir segja frá söguþræði og eigin skoðun á bókinni. Í málnotkun bætast við ný málfræðiatriði sem auka málskilning og tjáningarhæfni nemandans. Sem áður eru gerðar miklar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur tileinki sér árangursríka námstækni.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða sem tengist mat og drykk, híbýlum og heimilisstörfum, klæðnaði, útliti, skóla og starfi og er nauðsynlegur til þess að mæta hæfniviðmiðum áfangans
  • borðsiðum og helstu samskiptavenjum á heimili, á veitingahúsum og í skóla
  • beygingu lýsingarorða, notkun og myndun einfaldrar þátíðar og þolmyndar.

Leikniviðmið

  • skilja einfalda og sérhæfða texta sem tengjast áherslusviðum áfangans eða eigin áhugamálum
  • fylgja söguþræði í einföldum bókmenntum eða léttlestrarbókum við hæfi
  • fylgja frásögn og samtölum þegar talað er skýrt og bera fram spurningar
  • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga, t.d. varðandi innkaup og daglegt líf á heimili
  • panta veitingar, lýsa persónum, útliti, fatnaði og híbýlum
  • halda stutta undirbúna kynningu um þekkt efni
  • ræða við aðra um daglegt líf sitt, liðna atburði og áform
  • nota aukasetningar í ræðu og riti og segja frá orsakasamhengi og tilgangi
  • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir, t.d. liðna atburði úr eigin lífi og framtíðaráform
  • nýta sér málfræðiatriði s.s. núliðna tíð, hliðstæð lýsingarorð, persónufornöfn, aukasetningar sem tákna tilgang, orsök og afleiðingu, þolmynd o.fl.

Hæfnisviðmið

  • eiga samskipti við þýskumælandi einstaklinga um dagleg efni, t.d. á heimili, á veitingahúsi og í verslun og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
  • tjá sig betur en áður í ræðu og riti um eigin skoðanir og tilfinningar með því að bæta við lýsingum, orsök og tilgangi
Nánari upplýsingar á námskrá.is