lestur og menning, tjáning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: DANS2LO05(11)
Markmið áfangans er að nemendur geti notað dönsku til samskipta við Dani og aðra Norðurlandabúa og geti lesið margvíslega danska texta sér til gagns. Nemendur æfa jöfnum höndum hlustun, tal, lestur og ritun. Læsi er þjálfað með því að lesa fjölbreytta texta, ýmist prentaða eða af veraldarvefnum. Þá þjálfast nemendur í að hlusta á talað mál af ýmsum miðlum. Nemendur fá æfingu í að tjá sig á dönsku, skriflega og munnlega. Lögð er áhersla á að efla samvinnu nemenda og þjálfa þá í að meta eigin framfarir. Nemendum gefst kostur á að sýna hæfni sína með fjölbreyttum verkefnaskilum.
Þekkingarviðmið
- dönsku máli og danskri menningu
- helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
- skyldleika Norðurlandamálanna
- orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
- mismunandi bókmenntatextum.
Leikniviðmið
- hlusta á danskt mál og skilja meginatriði, t.d. í fréttum og í leiknu efni
- lesa sér til gagns texta um margvísleg málefni
- tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega og munnlega
- nota helstu hjálpargögn, orðabækur, þýðingarvélar, uppsláttarrit og kennsluforrit.
Hæfnisviðmið
- skilja megininntak talaðs máls í samtölum og í fjölmiðlum
- skilja inntak ritmáls um almennt og sérhæft efni sem hann þekkir til eða hefur áhuga á og geta lesið og skilið bókmenntatexta
- tjá sig um almenn málefni á skiljanlegri dönsku, bæði munnlega og skriflega
- skrifa læsilega texta um margvíslegt efni þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín og þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni er fylgt
Nánari upplýsingar á námskrá.is