DANS2LO05(11) - Lesskilningur, orðaforði og menning

lesskilningur, orðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf
Meginmarkmið áfangans er að þjálfa nemendur í að beita þeirri kunnáttu sem þeir hafa áður tileinkað sér til þess að kynna sér fjölbreytt efni tengt dönsku samfélagi og menningu með ýmsum aðferðum. Nemendur fá innsýn í danskt samfélag, danska menningu og siði og samskiptahefðir. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur vinni með flóknari texta en gert er í grunnskóla. Unnið er með orðaforða sem tengist daglegu lífi og áhugasviði nemenda. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Mikil áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð. Einnig að þeir þjálfist í að nota hjálpartæki, bæði í formi bóka og af veraldarvefnum.

Þekkingarviðmið

  • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta danska menningu
  • orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
  • danska málkerfinu til markvissrar notkunar, bæði munnlega og skriflega
  • helstu hefðum við uppsetningu og skipulag ritaðs máls
  • mismunandi bókmenntatextum.

Leikniviðmið

  • nota orðabækur og hjálparforrit
  • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður og algengustu orðasambönd sem einkenna það
  • lesa fjölbreyttar gerðir texta og beita lestraraðferðum í samræmi við textagerð og viðfangsefni
  • tjá sig munnlega á skýran og hnökralausan hátt um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • rita margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
  • túlka mismunandi bókmenntatexta.

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, inntak erinda og annað tiltölulega flókið efni sem hann hefur kynnt sér
  • nýta texta á mismunandi hátt
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum
  • tala lipurlega og með nægilega góðum framburði, hrynjandi og áherslum til að vel skiljist
  • skrifa læsilega texta um margvíslegt efni þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín og þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni er fylgt
Nánari upplýsingar á námskrá.is