EÐLI3VB05(41) - Hreyfing í tveimur víddum, hringhreyfing, bylgjuhreyfing og hrörnun geislavirkra efna

bylgjur og hreyfing, varmafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2RF05(31) og STÆR3DF05(41)
Í áfanganum er fjallað um gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu og hrörnun geislavirkra efna. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúla. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.

Þekkingarviðmið

  • þyngdarlögmáli Newtons og sambandi þess við 3. lögmál Keplers
  • sveiflum og bylgjum en í því felst að vita hvað einföld hrein sveifluhreyfing er
  • samliðun og bognum bylgna
  • ranghugmyndum um miðflóttakraft
  • alfa-, beta- og gammageislun
  • samruna tveggja léttra kjarna

Leikniviðmið

  • beita stærðunum hraða, hröðun og þyngdarhröðun
  • reikna falltíma og lárétta vegalengd sem hlutur fer ef honum er skotið með láréttum hraða úr ákveðinni hæð
  • reikna tíma hlutar á lofti og hversu langt hann fer þegar honum er skotið skáhallt upp með jöfnum hraða
  • reikna dæmi um afstæðan hraða
  • reikna þyngdarkraft sem verkar milli hluta, hraða hluta á braut um jörðu og reikistjarna á braut um sólu
  • reikna sveiflutíma, tíðni og hornhraða
  • teikna og gefa upp formúlu fyrir staðbylgju sem getur myndast í streng sem festur er í báða enda
  • lýsa bylgjubognun, eyðandi og styrkjandi samliðun og tilraun Youngs
  • reikna hraða hljóðs í gasi við mismunandi aðstæður
  • reikna styrk hljóðs sem fall af fjarlægð frá hljóðgjafa
  • umreikna milli hljóðstyrks og skynstyrks
  • teikna og lýsa röntgenlampa.

Hæfnisviðmið

  • gera grein fyrir hreyfingu hluta í tveimur víddum
  • gera grein fyrir hringhreyfingu
  • útskýra og beita stærðunum radían, snertihraða, snertihröðun, miðsóknarhröðun og miðsóknarkrafti
  • útskýra hvað hljóð er
  • gera tilraun þar sem sveiflur strengs eru rannsakaðar
  • útskýra alfa-, beta- og gammahrörnun
Nánari upplýsingar á námskrá.is