EÐLI2LA05(21) - Aflfræði og ljós

aflfræði, ljós

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFEÐ1EE05(11) og STÆR2JV05(21)
Í þessum áfanga í eðlisfræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum aflfræði og ljósgeislafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru: Einingakerfi og meðferð eininga í útreikningum, mæling lengdar, tíma og massa, lýsing hreyfingar eftir beinni línu, hreyfilögmál Newtons, núningskraftar, samband vinnu og mismunandi orkuforma, varðveislulögmál orku, skriðþungi og varðveisla hans í línulegum árekstrum, þrýstingur í vökvum og lofttegundum, speglun og brot ljósgeisla, lögmál Snells, alspeglun og ljósþráðatækni.

Þekkingarviðmið

  • því hvað felst í vísindalegri aðferð
  • SI-kerfinu og SI-einingum stærða sem unnið er með
  • helstu hugtökum sem notuð eru í hreyfifræði, aflfræði og ljósgeislafræði
  • helstu lögmálum, svo sem hreyfilögmálum Newtons, varðveislulögmálum vélrænnar orku, heildarorku, endurvarpslögmálinu og lögmáli Snells.

Leikniviðmið

  • reikna og teikna línurit af staðsetningu, hraða og hröðun hluta eftir beinni línu
  • nota vigra í útreikningum
  • sundurliða krafta
  • nota kraftlögmál í útreikningum á hreyfingu hluta
  • reikna út vinnu og afl
  • reikna skriðorku og stöðuorku
  • reikna út kraftvægi
  • reikna út skriðþunga
  • reikna út þrýsting í lofti og vökva
  • reikna brotstuðla ljóss.

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • greina, hagnýta og meta upplýsingar á mismunandi formi
  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • tengja eðlisfræði við daglegt líf og umhverfi
  • gera sér grein fyrir notagildi eðlisfræðinnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is