JARÐ3JS05(31) - Jarðsaga

jarðsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: JARÐ2AJ05(21)
Í áfanganum er fjallað um landrek ákveðinna svæða, einstaka tíma í sögu jarðar, tilurð Íslands, m.a. út frá flekakenningunni, og þær breytingar sem orðið hafa á eldvirkni, lífríki og loftslagi á landinu. Kynntar eru kenningar um uppruna jarðar og aldursákvarðanir og lögð áhersla á að nemendur þekki nútímaaðferðir sem beitt er við rannsóknir á jarðsögunni. Fjallað er um þróun lífríkis, almennt og meðal einstakra hópa, þar á meðal mannsins. Kynntar eru kenningar um útdauða lífvera og einstök dæmi tekin, m.a. í tengslum við umfjöllun um loftslagsbreytingar, ísaldir og orsakir þeirra. Nemendur fá þjálfun í túlkun jarðlagasniða og lestri jarðfræðikorta.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi kenningum um massadauða lífvera
  • helstu gerðum jarðmyndana hér á landi.

Leikniviðmið

  • teikna einföld jarðlagasnið
  • nota jarðfræðikort.

Hæfnisviðmið

  • gera grein fyrir kenningum um uppruna og aldur jarðar
  • útskýra jarðsögutöfluna og segja frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar
  • fjalla um þróun lífríkis á jörðinni út frá völdum dæmum um þróun einstakra hópa lífvera
  • útskýra myndun jarðlaga og tengja við ástand umhverfis á myndunartíma þess
  • fjalla um ísaldir og kenningar um orsakir þeirra
  • gera grein fyrir jarðsögu Íslands með tilliti til flekareks, loftslags, jarðlaga, eldvirkni og lífríkis
  • fjalla um flekarek og skýra með tilliti til myndunar valina svæða á jörðinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is