algebra, föll, gröf
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Grunnskólapróf
Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Fjallað er um bókstafareikning, jöfnur, hnitakerfið, beina línu og prósentur.
Þekkingarviðmið
- náttúrlegum, heilum og ræðum tölum og aðgerðum á þeim
- undirstöðuatriðum algebru
- lausnum á jöfnum
- óuppsettum jöfnum
- reikniformúlum
- talnahlutföllum, einingaskiptum, skiptireikningi, prósentum og vöxtum
- rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti
- jöfnu beinnar línu.
Leikniviðmið
- nota hlutföll og brot í útreikningum
- reikna prósentur
- skilja samhengi talna og bókstafareiknings (algebru), s.s. að liða og þátta
- leysa jöfnur með einni óþekktri stærð og tveimur óþekktum breytistærðum
- nota rétthyrnt hnitakerfi til að lýsa samhengi breytistærða og til að setja fram jöfnu fyrir beina línu í hnitakerfi.
Hæfnisviðmið
- skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
- útskýra hugmyndir sínar og verk
- fylgja fyrirmælum sem gefin eru
- lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
- beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is