lífræn efnafræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA2BA05(20)
Sérstaða kolefnis í lotukerfinu, svigrúmablöndun þess og tengjamöguleikar. Helstu flokkar lífrænna efna, nafngiftareglur þeirra (IUPAC kerfið) og hvarfgangur.
Þekkingarviðmið
- þeim mun, sem er á ólífrænni og lífrænni efnafræði
- Sérstöðu kolefnis í lífrænni efnafræði
- Grundvallarbyggingaratriðum lífrænna sameinda og ísómerisma
- Atóm- og mólikúlsvigrúmum, svigrúmablöndun og sameindalögun
- byggingu og nafngiftum helstu flokka lífrænna efna
- hvarfgangi helstu flokka lífrænna efna
Leikniviðmið
- Rita byggingarformúlur eftir IUPAC nöfnum
- Rita byggingarformúlur eftir "common" nöfnum einfaldra lífrænna sameinda
- Rita IUPAC nöfn lífrænna efnasambanda
- Rita "common" nöfn einfaldra lífrænna efnasambanda
- Spá fyrir um efnahvörf lífrænna efna út frá hvarfefnum og skilyrðum (hvatar o.fl.) þess að hvarf gerist
Hæfnisviðmið
- yfirfæra þekkingu sína á einföldum lífrænum efnum á flóknari, lífræn efnasambönd, svo sem sykrur, fituefni og prótein
- Stunda nám í lífefnafræði
- nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst,
Nánari upplýsingar á námskrá.is