SAGA2YS05(21) - Yfirlitssaga frá 1750 - 1800

Yfirlitssaga, Íslands- og mannkynssaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SAGA1YS05(11)
Í þessum áfanga er farið yfir Íslands- og mannkynssögu frá því um 1750-1800 til samtímans. Um er að ræða hefðbundna yfirlitssögu þar sem áhersla er lögð á að tengja saman Íslands- og mannkynssöguna þannig nemendur skilji Íslandssöguna í ljósi evrópskra áhrifa. Megináherslan verður 19. öldin en í umfjöllun um 20. öld mun síðari heimsstyrjöldin vera í brennidepli.

Þekkingarviðmið

  • stjórnmálasögu Evrópu á 19. öld m. t. t. hugmyndasögu sama tíma
  • áhrifum þjóðernisstefnunnar á þróun menningar og stjórnmála á 19. og 20. öld
  • þróun sjálfstæðisbaráttu Íslendinga m. t. t. stöðu Danaveldis í Evrópu
  • upphafi iðnbyltingarinnar og hinum stórkostlegu áhrifum hennar á evrópskt og íslenskt samfélag
  • sögu síðari heimsstyrjaldar, aðdraganda, gang stríðsins og stöðu heimsmála við stríðslok
  • helstu tímabilaskiptingu síðustu alda

Leikniviðmið

  • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
  • sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
  • tileinka sér og beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og átti sig á gagnsemi þeirra og takmörkunum
  • lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum sögunnar

Hæfnisviðmið

  • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu
  • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
  • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is