Yfirlitssaga, Íslands- og mannkynssaga
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga er fyrst og fremst lögð áhersla á hratt yfirlit yfir Íslands- og mannkynssögu frá upphafi tíma og fram til loka árnýaldar (1750-1800).
Þar sem námsefnið er svo yfirgripsmikið hlýtur námið að verða afar inntaksmiðað og ekki gefst mikill tími til að líta á ólíkar túlkanir eða rýniaðferðir sagnfræðinnar. Af sömu ástæðu er enginn ritgerðarhluti. Tíma- og skilaverkefni gegna því hlutverki helst að festa námsefnið betur í minni nemenda.
Þekkingarviðmið
- sögu fornaldar allt frá forsögulegum tímum til loka Rómarveldis með sérstakri áherslu á afrek Forn-Grikkja
- þróun vestræns samfélags á miðöldum
- þjóðveldistíma á Íslandi og lok hans, sérstaklega stjórnskipan og stöðu Alþingis
- umbyltingunni sem varð í Evrópu í upphafi nýaldar, með endurreisn, siðaskiptum og landafundum
- þróun íslensks samfélags á árnýöld
- einveldistímann í Evrópu og lok hans með upplýsingunni og frönsku stjórnarbyltingunni
- helstu tímabilaskiptingum mannkyns- og Íslandssögunnar
Leikniviðmið
- sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
- tileinka sér og beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og gera sér grein fyrir gagni þeirra og takmörkunum
- lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum sögunnar
- beita gagnrýninni hugsun
Hæfnisviðmið
- koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
- geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
- sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is