ÞÝSK1GR05(11) - Þýskugrunnur

grunnáfangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Lögð er megináhersla áhersla á þjálfun framburðar, uppbyggingu og notkun orðaforða um nánasta umhverfi, munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og grunnatriði sem nauðsynleg eru til að mynda einfaldar aðalsetningar og spurningar. Einnig er vikið að meginatriðum um þýskumælandi lönd, helstu samskiptum þeirra og Íslands og skyldleika íslensku og þýsku.

Þekkingarviðmið

  • helstu grundvallaratriðum þýskrar málfræði, s.s. ákveðnum og óákveðnum greini, grundvallaratriðum í sagnbreygingu, persónufornöfnum, neitunum o.fl.
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
  • menningu þýskumælandi þjóða.

Leikniviðmið

  • tjá sig um einföld atriði á þýskri tungu
  • hlusta á einfalt þýskt mál og draga úr því aðalatriði
  • skrifa stutta, einfalda texta á þýsku
  • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
  • nýta þau hjálpartæki sem koma að gagni í tungumálanámi, s.s. orðabækur á veraldarvefnum, leiðréttingarforrit og hljóðbækur..

Hæfnisviðmið

  • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
  • skilja einfalt talað mál
  • skilja meginatriði einfaldra texta
  • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð
  • gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann ber í hópvinnu og þeim skyldum sem slík vinna krefst
Nánari upplýsingar á námskrá.is