vistfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2AL05(10)
Uppbygging, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa. Líffræðilegur fjölbreytileiki, breytingar á tegundafjölbreytni samfélaga. Stofnvistfræði, mælingaraðferðir, stofnrannsóknir. Verkefnavinna byggð á söfnun gagna úti í náttúrunni.
Þekkingarviðmið
- grunneiningum vistfræði, þ.e. stofn (population), samfélag (community) og vistkerfi (ecosystem) og þeim lögmálum sem þessar einingar lúta, svo sem stofnstærð, stofnvöxtur, samskipti stofna, framvinda, fjölbreytni, fæðuvefir, orkuflæði, efnahringrásir o.fl.
- manninum sem vistfræðilegri tegund, sem lýtur vistfræðilegum lögmálum.
- sérstökum umhverfisáhrifum mannsins sem dýrategundar.
Leikniviðmið
- nýta aðferðir vistfræðinnar til að nálgast ofangreind þekkingarmarkmið, m.a. með einföldum rannsóknum á dýra- og plöntusamfélögum úti í náttúrunni..
Hæfnisviðmið
- setja fram og túlka vistfræðilegar upplýsingar, þ.m.t. gögn úr vistfræðilegum útirannsóknum.
- miðla þessum upplýsingum munnlega eða í skýrslum á einfaldan hátt.
- stunda frekara nám í vistfræði.
- nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst,
Nánari upplýsingar á námskrá.is