ENNY2EE05 - Endurnýting og nytjamarkaður

Endurvinnsla, endurnýting, nytjamarkaður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENEN1EE05
Í áfanganum er lögð megináhersla á endurvinnslu og endurnýtingu á öllum þeim hlutum sem nemendur vinna með. Samstarfs verður leitað við efnamóttöku sorphirðufyrirtækja um að fá nytjavörur sem þangað berast og endurnýta og/eða endurvinna þær. Áhersla er lögð á að nemendur yfirfari tæki og hluti sem þeir fá í hendur. Þau tæki og hlutir sem ekki er hægt að nota áfram eru tekin í sundur og flokkuð til endurvinnslu. Flokkunin verður í samræmi við reglur sem gilda um endurvinnslu. Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur stofni fyrirtæki þar sem nýtilegar vörur eru seldar.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi endurvinnslu sem umhverfismáls
  • hvernig ýmis tæki og hlutir virka
  • hvaða verðmæti eru oft fólgin í gömlum hlutum/tækjum
  • helstu grundvallaratriðum við rekstur nytjamarkaðar

Leikniviðmið

  • taka hluti og tæki í sundur og setja saman aftur
  • flokka hluti eftir tegundum
  • meta tæki og hluti út frá notagildi

Hæfnisviðmið

  • lagfæra ýmiss konar hluti og tæki
  • leggja mat á notagildi ýmiss konar hluta og tækja
  • stofna fyrirtæki (nytjamarkað) þar sem nýtilegar vörur eru seldar
  • efla læsi sitt í víðum skilningi
Nánari upplýsingar á námskrá.is