Loftlagsstefna

Loftslagsstefna Framhaldsskólans á Húsavík

Stefna Framhaldsskólans á Húsavík (hér eftir FSH) í loftslagsmálum er að vera í fremstu röð ríkisstofnanna í umhverfis- og loftslagsmálum. Stofnunin mun leitast við að vinna í samræmi við skuldbindingar stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (hér eftir GHL) fram til ársins 2030. FSH fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og er loftslagstefnan þar mikilvægur þáttur.

Umfang

Loftslagsstefna FSH tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem verða undir nákvæmu eftirliti og eftirfylgni umhverfisráðs skólans:

Samgöngur

Losun GHL vegna flugferða, bílaleigubíla, leigubíla og einkabíla starfsmanna vegna ferða á vegum FSH.

Orkunotkun

Rafmagns- og heitavatnsnotkun innan stofnunnarinnar.

Úrgangsmyndun

Losun GHL vegna lífræns úrgangs, blandaðs úrgangs og heildarmagn úrgangs sem verður til vegna starfsemi FSH.

Yfirmarkmið

Framhaldsskólinn á Húsavík mun draga úr losun GHL um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019. Einnig mun FSH stefna að kolefnishlutleysi með því að kolefnisjafna, með kaupum á vottuðum kolefniseiningum, alla eftirstandandi losun frá og með árinu 2023.

Gildissvið

Stefnan nær til allrar starfsemi FSH, bygginga, mannvirkja og framkvæmda.

Eftirfylgni

Loftslagsstefna FSH er rýnd á hverju ári af umhverfisráði FSH og yfirmarkmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára. Stefnan er samþykkt af stjórnendum skólans og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu FSH.

Tenging við núverandi skuldbindingar

Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og yfirlýsingu forstöðumanna stofnana Ráðsráðuneytis um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi.

Ábyrgðarmaður loftlagsstefnu FSH er skólameistari.

Sett inn 25.09.2023