Um Kennsluvef

 

Það efni sem finnst á kennsluvefnum getur verið skrifað í einhverri af mörgum útgáfum af

Microsoft Office (MSO) sem hafa verið notaðar í skólanum eða í OpenOffice.org (OO.)

Einnig finnast þar pdf (PortableDocumentFormat) skjöl.


 

Margar ástæður geta verið fyrir því að erfitt er að opna skjöl sem lögð hafa verið út á kennsluvefinn.

Ein er sú að það vanti hugbúnað, sem styður skráartegundina, á vél notandans.

Önnur möguleg ástæða er að þótt réttur hugbúnaður sé til staðar sé ekki skilgreint

í stýrikerfinu að hugbúnaðurinn eigi sjálfkrafa að opna viðkomandi skráartegund.

Enn aðrir erfiðleikar geta tengst þeim vafra sem verið er að nota.


 

Til að lesa pdf skjölin þarf að vera uppsettur Acrobat reader eða annar pdf reader í tölvunni:

http://get.adobe.com/reader/ er linkur á windows útgáfu.

Á síðunni sem opnast er annar linkur fyrir þá sem eru með annað stýrikerfi.


 

Það á að vera hægt að opna allar venjulegar office skrár af kennsluvefnum á vélum sem eru

annað hvort með nýjustu útgáfu af OO eða nýjustu útgáfu af MSO.

Sjá: Að opna OpenOffice skrár


 

Mismunandi vafrar og útgáfur af þeim geta hagað sér mismunandi þegar reynt er að nálgast gögn af Kennsluvef (eða annars staðar frá).

Þó að til sé hugbúnaður á vélinni sem getur opnað skrárnar á kennsluvefnum er ekki víst að vafrinn ræsi hann.

Í þeim tilfellum þegar vafrinn nær í skrána en opnar hana ekki (downloadar bara) þarf notandi að finna skrána eða link á hana, annað hvort í download tab í vafranum (ef maður notar þannig vafra), eða í download möppu á vélinni og opna svo skrána með viðeigandi hugbúnaði.

Ef vandræði eru að finna skrána á vélinni er hægt að prófa að ná í hana aftur með því að hægrismella á linkinn í kennsluvefnum og velja að vista á ákveðnum stað á vélinni.

Nokkur dæmi um hvað hægt væri að velja þegar hægrismellt er á link:

(Save linked content as.../Save target as.../Save to download folder)

Þetta er misjafnt eftir því hvaða vafra verið er að nota.

Í sumum tilfellum opna vafrar skrár í glugga í vafranum sjálfum. Þá getur verið  misjafnt hve læsileg skráin er þar. Í þannig tilfellum hjálpar stundum að hægrismella á linkinn á kennsluvefnum og velja að opna í öðrum flipa eða glugga: (open in new tab/open in new window)