Nemendafélag FSH

Áhugasviðskannanir

 

Nemendum við FSH gefst kostur á að taka áhugasviðskönnun en þeir þurfa að greiða útlagðan kostnað vegna hennar. Þeir nemendur sem óska eftir að taka slíka könnun þurfa hafa samband við námsráðgjafa.

 Þær kannanir sem í boði eru:

Í leit að starfi:  Þetta er erlend áhugasviðskönnun sem hefur verið þýdd og staðfærð á íslensku.  Hún er á pappírsformi og tekur um 30-40 mínútur að svara henni.  Unnið er úr könnuninni hjá náms- og starfsráðgjafa. 

Bendill 11:  Þetta er íslensk áhugasviðskönnun sem svarað er rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa.  Það tekur um 30-40 mínútur að svara henni og niðurstöður koma strax fram.  Unnið er síðan úr henni hjá náms- og starfsráðgjafa.