Nemendafélag FSH

Ritgerðaskrif og heimildaskráning

Við Framhaldsskólann á Húsavík hefur verið tekin ákvörðun um að nota sjöttu útgáfu APA-heimildaskráningakerfisins.

APA-kerfið er notað í flestum deildum íslenskra háskóla.

Leiðbeiningar um skráningu heimilda byggjast á Gagnfræðakveri handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson.

Meðferð tilvitnana, tilvísana og heimildaskráningar

Menntaskólinn í Kópavogi hefur gefið út gagnlegar leiðbeiningar um meðferð tilvitnana, tilvísana og heimildaskráningar og er nemendum Framhaldsskólans á Húsavík bent á að nýta sér þær

Einnig birtir MK á vef sínum dæmi um ritgerð sem nýta má sem fyrirmynd þegar unnið er að ritsmíðum.

Menntaskólanum í Kópavogi er hér með þakkað fyrir góðfúslegt leyfi til að vísa í ofangreind skjöl.

Frekari leiðbeiningar um meðferð heimilda má finna á Leiðbeiningarvef ritvers Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

 

Uppsetning og frágangur ritgerða

Hér má finna skjal þar sem fjallað er um uppsetningu og frágang heimildaritgerða.

 

FSH, 8. október 2016