Dewey flokkunarkerfið

Öllum gögnum á Bókasafni FSH er raðað eftir efni.  Þeim er skipt niður í efnisflokka eftir
Dewey-flokkunarkerfinu.  Þetta flokkunarkerfi er notað á flestum bókasöfnum hér á landi.Dewey-kerfið er tugstafakerfi og þannig uppbyggt, að fyrst er skipt í
10 aðalflokka, frá 000-900.

000     Almennt efni (Tölvufræði, bókaskrár o.fl.)
100     Heimspeki - Sálarfræði
200     Trúarbrögð
300     Samfélagsmálefni - Félagsvísindi - Þjóðfræði
400     Tungumál
500     Raunvísindi - Náttúrufræði
600     Tækni og hagnýt vísindi
700     Listir - Skemmtanir - íþróttir
800     Bókmenntir
900     Saga - Landafræði - Ævisögur

þessir 10 aðalflokkar skiptast síðan í undirflokka
(tugina)

Dæmi: 

500     Raunvísindi 

510     Stærðfræði
520     Stjörnufræði
530     Eðlisfræði
540     Efnafræði
550     Jarðvísindi
560     Steingervingafræði
570     Líffræði
580     Grasafræði
590     Dýrafræði

590     Dýrafræði >  592     hryggleysingjar
                                     598     fiskar
                                     599     spendýr
                                     599.5     hvalir

Hverri einstakri bók er gefin flokkunartala eftir efni.  Þessi flokkunartala er vélrituð á hvítan miða sem er aftan á kili bókarinnar, ásamt raðorði, en raðorðið er:  þrír fyrstu stafirnir í nafni höfundar bókarinnar eða titils.  Bókunum er svo raðað í hillu eftir flokkunartölu, en innan hvers flokks eftir stafrófsröð raðorðanna.

Á bókasafni FSH fá skáldsögur ekki flokkunartölu.  Þeim er raðað í stafrófsröð eftir nafni höfundar eða titils bókarinnar, þegar höfundar er ekki getið.  Athuga þarf vel að íslenskum höfundum er raðað eftir skírnarnafni, en hjá erlendum höfundum er það eftirnafnið sem gildir. 

Dæmi:  Halldór Laxness: Íslandsklukkan  
              Raðstafir   eru     Hal
                                        Ísl

              Allende, Isabel:  Eva Luna 
               Raðstafir  eru    All
                                       Eva

Strikamiðinn, sem er aftan á hverri bók á bókasafninu og merktur FSH, er alveg óháður efni bókarinnar.  Hann er eingöngu til þess að tölvuskanninn geti lesið hvaða eintak er að fara  í útlán.  Hver einasta bók á bókasafninu hefur sitt séstaka strikanúmer, sem engin önnur bók er með.  Það á líka við um myndbönd og geisladiska. 

Flokkunarkerfið hangir uppi á bókasafninu til að auðvelda notendum að átta sig á flokkun safnkostsins