Þjónusta

Á skrifstofu skólans fer fram öll almenn afgreiðsla. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00-16:00 og á föstudögum frá kl. 08:00-13:00. 

Bókasafn skólans Safnið er opið á meðan kennsla stendur yfir í skólanum, frá mánudegi-föstudags. 
Bókasafnsfræðingur veitir safninu forstöðu og annast bókakaup. Flestar bækur eru til útláns, en ýmsar handbækur eru aðeins lánaðar á lesstofu.

Námsráðgjafi er til viðtals fyrir nemendur og forráðamenn þeirra sem hér segir: þriðjudaga kl. 8:30-12:50, miðvikudaga kl. 12:45-13:50 og fimmtudaga kl. 08:15-13:00.

Skólahjúkrunarfræðingur er til viðtals fyrir nemendur skólans tvo daga í viku,  þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:30-13:45.

Félagsmála- og forvarnafulltrúi er nemendum til liðsinni í félagslífi þeirra og skipuleggur forvarnastarf skólans. Hann er til viðtals fyrir nemendur og foreldra eftir samkomulagi

Matstofa nemenda er í kjallara skólans, þar selja þeir léttar veitingar í  frímínútum og í hádegishléi. Þá geta nemendur skólans einng keypt hádegismat í mötuneyti grunnskólans.

Styrkir til nemenda í Norðurþingi sem búsettir eru utan Húsavíkur
Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt eftirfarandi reglur um styrki til nemenda sem búsettir eru í Norðurþingi utan Húsavíkur og stunda nám við Framhaldsskólann á Húsavík. Sjá hér.

október 2016