Umhverfisstefna

  • Skólinn leitast við að hámarka nýtingu á orkugjöfum s.s. á rafmagni og á heitu og köldu vatni.
  • Skólinn leitar allra leið til að nýta sem best öll aðföng er snerta daglegan rekstur s.s. pappír og aðra rekstrarvöru.
  • Velja skal viðurkenndar umhverfisvænar vörur fremur en þær sem valda skaða í umhverfinu.
  • Úrgang sem til fellur í rekstri skólans ber að endurnýta og endurvinna eftir því sem kostur er.
  • Tryggja ber að spilliefnum sé fargað á viðeigandi hátt.
  • Draga skal úr notkun einnota hluta eins og kostur er.
  • Skólinn leggur áherslu á umræðu og fræðslu í umhverfismálum.