Nemendafélag FSH

Menntasýn og hlutverk skólans

Í ljósi þeirrar skólastefnu sem Framhaldsskólinn á Húsavík hefur markað sér hefur hann jafnframt skilgreint þau markmið sem hann vill stefna að í daglegu starfi. Markmiðin taka mið af þeirri sýn sem skólasamfélagið hefur sammælst um að einkenni skólastarf í góðum skóla. Markmiðum er ætlað að vísa til allra þátta í starfi skólans þ.e. náms, kennslu, námsmats, innra mats, aðstöðu, þjónustu, stjórnunar, reksturs, staðblæs og samskipta. Þá hefur skólinn einnig skilgreint árangursviðmið með hliðsjón af meginmarkmiðum sínum. Leitast er við að leggja mat á árangur skólans með formlegum hætti, með aðkomu starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra hagsmunaaðila. Niðurstöðum er ætlað að styðja við þróunarstarf skólans og hvetja til umbóta þar sem þeirra er þörf.

október 2017