Próf

Próftafla haustannar 2019

Próftafla telst nú endanleg.

Almennir prófdagar eru 6.-17. desember.
Sjúkra- og endurtökupróf verða haldin fimmtudaginn 19. desember.
Prófsýning verður haldin föstudaginn 20. desember kl. 10:00-11:00 í sal skólans.

Haft verður samband við fjarnemendur (nemendur í formlegu fjarnámi og nemendur Fjarmenntaskólans) til þess að finna hentuga prófstaði í þeim áföngum þar sem um lokapróf er að ræða.  

Ætlast er til þess að nemendur með frjálsa mætingu taki sín próf í húsnæði FSH.

Nemendum, sem þjást af prófkvíða eða telja sig þurfa á sérúrræðum að halda við fyrirlögn prófa, er bent á að hafa samband við námsráðgjafa fyrir 18. nóvember.

Athugið að í Innu geta nemendur einnig séð þau lokapróf sem þeir eru skráðir í samkvæmt próftöflu.