Almenn námsbraut

Almenn námsbraut (AN).

Brautin er ætluð nemendum sem vilja undirbúa sig fyrir iðnnám eða hafa ekki náð inntökuviðmiðunum á stúdentsbrautir. Miðað er við að nemendur hafi fylgt grunnskólanámskrá 10. bekkjar en ekki náð hæfnikröfum í einu eða tveimur fögum. Inntökuviðmið á stúdentsbrautir eru:

Félags- og hugvísindabraut: Hæfnieinkunn B í íslensku og ensku og C í stærðfræði.
Náttúruvísindabraut: Hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.
Opin stúdentsbraut: Hæfnieinkunn B í íslensku og ensku og C í stærðfræði.

Grein

Kjarni

Einingar

Íslenska

ÍSLE2MB05(11)

5

Stærðfræði

STÆR2XZ05(11)

5

Enska

ENSK2RL05(11)

5

Lífsleikni

LÍFS1HN05(11)

5

Íþróttir

ÍÞRÓ1GL01(11), ÍÞRÓ1GL01(21) og ÍÞRÓ1HH01(31)

3

Námstækni og samskipti

 NÁMI1NS01(01), NÁMI1NS01(02)

2

Listir, menning og vísindi

 LMVÍ1SV04(11)

4

Kjarni alls

 

29

Val alls

 

61

Alls

 

90

Nemendur með hæfnieinkunn A og B í íslensku, ensku eða stærðfræði byrja í áföngum á 2. þrepi í viðkomandi grein eða greinum.
Til að útskrifast á brautinni þarf lágmark 90 einingar. Námslok eru á hæfniþrepi 2.