Nemendafélag FSH

Val í Innu

Þegar þið hafið skráð ykkur inn í Innu, þurfið þið að velja eldra útlit, þ.e. smellið á neðra nafnið sem birtist við hliðina á þessu tákni

1. Veljið "NÁMSFERILL" af valröndinni til vinstri

2. Smellið á "Skrá áfanga" vinstra megin við hliðina á "Eyða áætlun"

3. Veljið rétta önn, t.d. 20171 fyrir vorönn 2017 (á að vera sjálfgefin)

4. Þá fáið þið upp eftirfarandi valmöguleika:
a) Áfangi: Veljið áfanga úr felliglugga.
b) Uppbygging: Hér veljið þið hvort áfanginn er í kjarna, kjörsviði eða vali á brautinni ykkar eða hvort hann sé fornámsáfangi. Athugið að á nýjum stúdentsbrautum eru áfangar sem eru í sameiginlegum kjarna stúdentsbrauta og brautarkjarna merktir sem kjarni. Bundið val er merkt sem kjörsvið en frjálst val er merkt sem val. (Þetta mun verða svona fyrst um sinn, þangað til gamla námskerfið hefur verið hreinsað út úr Innu).
c) Val: Hér veljið þið hvort áfanginn á að vera í aðalvali eða varavali.
d) Röð vals: Ekki setja neitt þarna
f) Smellið á "nýskrá" þegar þið eruð búin með a)-c)

5. Endurtakið lið 4 eins oft og með þarf.  ATH. alltaf er hægt að komast til baka með því að smella á hnappinn "Námsferill".