Nemendafélag FSH

Að komast inn á Innu

Til þess að tengjast skólakerfinu Innu þarf að hafa svokallaðan Íslykil.  Íslykill er lykilorð sem tengt er kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefinn út af Þjóðskrá Íslands. 

Allir nemendur þurfa að útvega sér Íslykil og einnig er gott að foreldrar nemenda undir 18 ára aldri geri slíkt hið sama til að geta fylgst með skólasókn og námsframvindu barna sinna.

Til þess að panta Íslykil er farið inn á Ísland.is, smellt á valmyndina Íslykill og valið að panta Íslykil.  Þar er kennitala slegin inn og valið hvort viðkomandi vill fá Íslykilinn sendan í netbanka/heimabanka (tekur 10-15 mínútur) eða í bréfpósti á lögheimili (tekur 4 til 6 virka daga).

Eftir að Íslykill hefur verið virkjaður er hægt að fara inn á vefslóð Innu, slá inn kennitölu og Íslykil og skoða upplýsingar um nemandann, t.d. skólasókn, námsframvindu og einkunnir.