Nemendafélag FSH

Undanfarareglur í nýju kerfi

Í sviga aftast í námsgreinarheiti eru tölur sem gefa upplýsingar um undanfara.

Dæmi:
ÍSLE2MB05(11)
ÍSLE2MÁ05(21)
ÍSLE3BÓ05(31)
ÍSLE3MI05(41)
ÍSLE2EE05(42)

Fyrri talan í sviganum segir til um undanfara.  Þannig verður áfangi sem byrjar á 1 að koma á undan áfanga sem byrjar á 2 og nemandi getur ekki skráð sig í áfanga sem byrjar á 3 án þess að vera búinn með áfanga sem byrja á 1 og 2.  Í dæminu af íslenskunni hér að framan má sjá að fyrstu þrír áfangarnir verða að koma í þeirri röð sem þarna er tilgreind, þ.e. ÍSLE2MB05(11) - ÍSLE2MÁ05(21) - ÍSLE3BÓ05(31).

Seinni talan í sviganum segir til um jafngildisáfanga.  Ef tveir áfangar hafa sömu tölu fremst í sviga, skiptir ekki máli hvor þeirra er tekinn á undan.  Þannig skiptir t.d. ekki máli hvort ÍSLE3MI05(41) er tekinn á undan eða á eftir ÍSLE3EE05(42).