Nemendafélag FSH

Kjörsviðsreglur stúdentsbrauta skv. eldri námskrá

1. Nemendur skulu velja sér a.m.k. 3 kjörsvið, þar af má eitt vera af annarri stúdentsbraut

2. Samanlagður einingafjöldi í kjarna og kjörsviði skal vera minnst 9

3. Lágmarksfjöldi eininga á kjörsviðum skal samtals vera 30

Almennar ráðleggingar um val á kjörsviðum:

1. Félagsfræðibraut:
Nemendum er ráðlagt að velja stærðfræðikjörsvið sem 3. kjörsvið og taka þar áfangana STÆ313 og 413.

2. Náttúrufræðibraut:
a) Þeim sem velja ólífræna línu (eðlisfræði, ólífræna efnafræði, jarðfræði) er ráðlagt að velja stærðfræðikjörsvið sem 3. kjörsvið og taka þar áfangann STÆ603.
b) Þeim sem velja lífræna línu (líffræði, lífræn efnafræði, lífefnafræði) er ráðlagt að velja stærðfræðikjörsvið sem 3. kjörsvið og taka þar áfangana STÆ313 og 413.

Í Innu eru kjörsviðsáfangar merktir með K í námsferli.