Áfangalýsingar skv. eldri námskrá
Á þessari síðu er að finna áfangalýsingar séráfanga Framhaldsskólans á Húsavík skv. eldri námskrá. Áfangalýsingar annarra áfanga en hér eru tilgreindir eru samræmdar og er að finna á vef Menntamálaráðuneytisins. Athugið að áfangalýsingar í nýrri námskrá er að finna undir NÁMIÐ - BRAUTALÝSINGAR.
F Félagsfræði Félagsleg virkni Franska Frumkvöðlanám
H Hegðun og atferlismótun Heimspeki Hópefli Hugur og hönnun
Í Íslenska Íþróttafræði Íþróttir
L Landafræði Leiklist Líffræði Lífsleikni Listir og hönnun Listir, menning og vísindi
S Saga Sálfræði Skyndihjálp Snyrtifræði Smiðja Spænska Stærðfræði Sænska
U Uppeldisfræði Upplýsinga- og tölvunám
V Verslunarreikningur Vinnustaðanám
Áfangalýsing:
Áfanginn er samstarfsverkefni Framhaldsskólans á Húsavík og Íþróttafélagsins Völsungs og er ætlaður nemendum sem stunda sína íþrótt með það að markmiði að ná hámarksárangri í viðkomandi íþróttagrein.
Áhersla er lögð á grunnþætti s.s. þol, styrk, liðleika, samhæfing, snerpu og hraða. Framkvæmdar verða mælingar á flestum þessum þáttum. Nemendur eiga svo að geta nýtt sér þessar mælingar við það að setja sér markmið í þjálfuninni. Jafnframt verður fræðsla um næringu íþróttamanna, íþróttameiðsli, lyfjamál og markmiðssetningu. Fyrirlestrum/fræðslu verður fléttað inn í þjálfunina. Þennan hluta mun íþróttakennari/þjálfari auk sérfræðingar hafa umsjón með.
Áhersla verður á að nemandi bæti sig líkamlega og andlega í sérhæfðari þjálfun í sinni íþróttagrein. Sérhæfðari tækniþjálfun í viðkomandi íþróttagrein fer fram undir stjórn íþróttaþjálfara nemenda.
Markmið áfangans eru að nemandinn:
• bæti líkamlegt ástand sitt til þess þannig að hann standi sem bestu undir þeim kröfum sem íþróttin gerir,
• bæti tækni sína í íþróttinni,
• læri að setja sér raunhæf markmið á öllum sviðum afreksþjálfunar,
• tileinki sér þann lífstíl sem þarf til þess að standast kröfur um afreksþjálfun.
Skyldur nemenda eru:
• að vera virkur iðkandi í íþróttafélagi – staðfesting íþróttafélags á virkni er nauðsynleg.
• að mæta í 90 % kennslustunda áfangans.
• að vera góð fyrirmynd annarra er varðar heilbrigðan lífsstíl. Neysla áfengis, tóbaks (þar með talið munntóbaks) og annarra vímuefna er ekki liðin.
Brot á mætingakröfum og neyslu tóbaks/vímuefna leiðir til brottvísunar úr áfanganum.
Fyrirkomulag:
Námið gefur 2 einingar á önn. Nemendur mæta í 2x í 40 mín. kennslustundir á viku í íþróttatíma skólans og ástunda æfingar sem þjálfari gerir í viðkomandi íþróttagrein (4-6 æfingar á viku).
Áfangalýsing
Fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Nemendum er gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhaldsins. Algengustu reikningar eru kenndir og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að kenna dagbókarfærslur, opnun og lokun höfuðbókar og tengsl hennar við dagbókina. Gerð einfalds efnahags- og rekstrarreiknings. FOB og CIF skilmála útskýrðir og munurinn á sölu- og innkaupakostnaðar. Útreikning og meðferð virðisaukaskatts í bókhaldi. Reikningsjöfnuður og lokun höfuðbókar með einföldum athugasemdum. Kennt að merkja fylgiskjöl og færa dagbók eftir þeim. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemenda og góðan frágang.
BÓK203
Undanfari: BÓK103
Áfangalýsing
Áframhaldandi þjálfun á færslum í dagbók. Kunnáttan dýpkuð meðal annars með erfiðari færslum. Reikningum fjölgað og farið í launabókhald, viðskipti við útlönd, kaup og sölu eigna, tapaðar skuldir og flóknari víxlaviðskipti. Höfuðbók haldið við en áhersla lögð á reikningsjöfnuð með fleiri athugasemdum. Tölvubókhald kynnt og unnið verkefni í því.
BÓK383
Undanfari: BÓK203
Áfangalýsing
Áframhaldandi þjálfun á færslum í dagbók og reikningsjöfnuði. Leitast er við að dýpka enn frekar skilning nemenda og auka þekkingu þeirra með flóknari færslum en áður. Reikningum fjölgað s.s. tolluð og ótolluð vörusala, verðbréf og gengi þeirra, afföll, hlutabréf, umboðssala og fleira. Verkefnin eru úr mismunandi atvinnugreinum og mismunandi form á fyrirtækjum s.s.hlutafélög og sameignafélög. Fjallað er um sölu og sameiningu fyrirtækja, breytingu á eignarformi, upplausn fyrirtækja og endurmat eigna. Verkefni leyst á T-reikninga. Kynntar endurmats- og fyrningarreglur.
Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð áhersla á alla fjóra færniþætti málanáms, þ.e. hlustun, lestur, talað mál og ritun og stefnt að því að nemendur verði færir um að skilja venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda aukist svo þeir geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur eru einnig þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu málfræðireglum. Nemendur fá innsýn í danska menningu og siði, venjur og samskiptahefðir.
Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð áhersla á alla fjóra færniþætti málanáms, þ.e. hlustun, lestur, talað mál og ritun og stefnt að því að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn svo þeir geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur eru einnig þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu málfræðireglum. Nemendur fá innsýn í danska menningu og siði, venjur og samskiptahefðir.
DAN 371/372/373, Yndislestur
Undanfari DAN203
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er áhersla lögð á að nemendur lesi sem mest af dönskum bókmenntum. Nemendur velja smásögur og skáldsögur í samráði við kennara og gera munnlega grein fyrir efni þeirra að lestri loknum. Þessi munnlegu skil fara að nokkru leyti fram á dönsku en einnig á íslensku. Engin bein kennsla fer fram en reglulegir fundir eru með kennara á önninni. Möguleiki er að taka eina, tvær eða þrjár einingar á þennan hátt.
Áfangamarkmið
Nemandi geti lesið dönsku sér til yndis og ánægju
öðlist sem mesta færni í lestri danskra bókmenntatexta
- geti skilið meginefni óstytts bókmenntatexta á almennu algengilegu máli þó að viðkomandi skilji ekki hvert einasta orð
- auki orðaforða sinn
- auki þekkingu á dönskum bókmenntum og dönsku samfélagi eins og það birtist í bókmenntum
- geti sagt frá meginefni texta á dönsku á skýran og greinargóðan hátt
Námsmat
Námsmatið felst í því að nemendur gera grein fyrir efni þeirra bókmenntaverka sem þeir lesa. Þeir segja í grófum dráttum frá innihaldi verkanna á dönsku, en ítarlegri umfjöllun fer fram á íslensku.
Ekki er gefin einkunn fyrir áfangann, heldur einungis metnar einingar.
Magn lesefnis miðast við eðli og þyngd textans.
EÐL103, Aflfræði og ljós
Undanfari: NÁT123
Áfangalýsing
Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði og nánar farið í varðveislu orkunnar en gert var í NÁT123. Gert er ráð fyrir þessari grunnþekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúla. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu, riti í verkbók og kunni að skrifa skýrslur um tilraunir. Dæmi um verklegar æfingar: 2. lögmál Newtons, núningskraftar, loftmótstaða, atlag og skriðþungi, vinna og orka, lögmál Arkimedesar, mæling brotstuðuls, brennivídd og linsur, mæling á styrk ljóss sem fall af fjarlægð.
EÐL203 Varmafræði, hreyfing og bylgjur
Undanfari: EÐL103 og STÆ403. Ath. þessi áfangi er tekinn á eftir EÐL303.
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur til mælinga og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.
EÐL303, rafsvið, segulsvið og rásir
Undanfari: EÐL103. Ath. þessi áfangi er tekinn á undan EÐL203.
Áfangalýsing
Í áfanganum eru tekin til athugunar grundvallaratriði rafmagns og segulsviðs og þau tengd umfjöllun um notkun rafmagns í tæknivæddu þjóðfélagi. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áföngum er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 1/6 af kennslutíma nemenda sé nýttur til verklegra æfinga í smærri námshópum. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem æskilegt er að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.
EFN103, Almenn efnafræði
Undanfari: NÁT123
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað um atómið í framhaldi af NÁT 123. Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Lagður er grunnur að skilningi á mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Sem fyrr skal lögð megináhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemendanna. Nemendur skulu kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, s.s. með sjálfstæðri verkefnavinnu, hópvinnu, notkun upplýsingatækni og verklegum æfingum.
EFN203, almenn efnafræði
Undanfari: EFN103
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað um samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFN 103. Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum svo sem varmabreytingar og hraða efnahvarfa. Lagður verður grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu og því síðan fylgt eftir með umfjöllun um leysni salta. Síðar, eða í EFN 303, er fjallað um sýru-basahvörf og galvaníhlöður. Á sama hátt og í fyrri áföngum ættu nemendur að kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt en verklegar æfingar og skýrslugerð fær nú meira vægi en áður. Dæmi um verklegar æfingar: massi og rúmmál gass, hvarfavarmi, áhrif hita og mólstyrks á hraða efnahvarfs, áhrif ytri þátta á jafnvægisstöðu efnahvarfs, felling.
EFN303, almenn efnafræði
Undanfari: EFN203
Áfangalýsing
Helstu atriði oxunar-/afoxunarhvarfa. Grundvallaratriði rafefnafræði – Galvanísk hlöð. Helstu atriði sýru-/basahvarfa. Leysnieiginleikar salta, leysnimargfeldi.
EFN313, lífræn efnafræði
Undanfari: EFN203
Áfangalýsing
Munurinn á ólífrænni og lífrænni efnafræði út frá sérstöðu kolefnis sem grundvallarfrumefnis í lífrænni efnafræði. Farið er í grundvallarbyggingaratriði lífrænna sameinda, "ísómerisma", atóm- og mólikúlsvigrúm, svigrúmablöndun (hybridization) og mólikúllögun. Bygging og nafngiftir helstu flokka lífrænna efna og hvarfgangur þeirra.
EFN413, Lífefnafræði
Undanfari: EFN313
Áfangalýsing
Bygging og hlutverk helstu efnaflokka frumunnar. Nýting fæðu til uppbyggingar og viðhalds. Orkuvinnsluferli frumunnar.
Áfangamarkmið
Nemandi
-þekki optískan ísómerisma.
-þekki byggingu og hlutverk sykra, fituefna, próteina og kjarnsýra.
-geti lýst ensímvirkni og hindrunum á ensímvirkni.
-geti lýst öndunarkeðju og ATP-myndun í hvatbera.
-geti lýst niðurbrotsferlum einsykra, fitusýra og amínósýra.
-geti lýst krebshring.
-þekki helstu nýmyndunarleiðir frumunnar og geri sér þannig grein fyrir hvernig niðurbrots- og uppbyggingarleiðir frumunnar eru samtvinnaðar.
-geti lýst helstu afleiðingum frumusveltis, t.d. vegna sykursýki.
Námsmat
Heimaverkefni, skýrslur úr verklegum æfingum, skriflegt lokapróf.
Áfangalýsing:
Nemendur eru þjálfaðir í undirstöðuatriðum enskrar málfræði. Nemendur lesa fjölbreytilega texta og fá markvissa þjálfun í hlustun og tali. Áhersla er lögð á að auka hagnýtan orðaforða nemenda. Skriflegi þátturinn er þjálfaður í takt við þá málfræði sem kennd er í áfanganum. Kennd eru undirstöðuatriði í notkun orðabóka. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun, lýðræðislegum vinnubrögðum og skapandi starfi. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
Áfangalýsing:
Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði enskrar málfræði, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, rifjuð upp í samhengi við aðra þætti námsins. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp orðaforða. Hlustun og tal eru æfð markvisst yfir önnina. Fjölbreytilegar skriflegar æfingar eru lagðar fyrir. Notkun orðabóka er þjálfuð og nemendur hvattir til að nýta sér slík hjálpartæki þar sem þeim verður við komið. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun, lýðræðislegum vinnubrögðum og skapandi starfi. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er lögð áhersla á munnlega tjáningu og hlustunaræfingar til að efla sjálfstraust nemandans í meðferð tungumálsins. Áhersla er lögð á að auka orðaforða og málskilning með hlustun og lestri. Textar og hlustunarefni er valið með heildarskilning að markmiði, fremur en að skilja einstök orð og smáatriði. Nemendur tjá sig skriflega um þau efni sem unnið er með í textum, hlustunaræfingum og munnlegri tjáningu, auk frjálsrar ritunar um ýmis efni.
Áhersla er lögð á að hvetja nemendur til sjálfsbjargar, þó að þeir geri mistök eða skilji ekki hvert einasta orð.
Virk þátttaka nemenda í kennslustundum er forsenda þess að
markmiðum áfangans verði náð.
Markmið
• Að efla sjálfstraust nemandans í meðferð tungumálsins.
• Að hjálpa nemendum að ná upp megni af námsefni grunnskólans.
• Að gera nemendur hæfa til náms í ENS102.
Námsmat
Námsmat áfangans felst í þátttöku nemandans í kennslustundum, heimavinnu, ýmsum lesskilningsverkefnum, ritunarverkefnun, hlustunar- og munnlegum verkefnum, auk þátttöku í umræðum. Í lok áfangans er hlustunarpróf, auk munnlegs og skriflegs lokaprófs.
Áfangalýsing
Í áfanganum er gerðar kröfur til sjálfstæðra vinnubragða. Nemendur þjálfast í að lesa margvíslega texta og vinna með orðabók þar sem það á við. Áhersla er lögð á talþjálfun og hlustunaræfingar. Leitast er við að byggja og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál er æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um agaða setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulagða framsetningu.
Áfangalýsing:
Í áfanganum er gert ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum bæði í hópa- og einstaklingsvinnu. Almennir og sérhæfðir textar lesnir. Nemendur vinna með orðabækur og önnur sérhæfð hjálpargögn, s.s. gagnasöfn á Netinu. Markvissar hlustunar- og talæfingar sem miða að því að auka orðaforða og tjáningarhæfni. Áhersla lögð á skriflegar æfingar þar sem þjálfuð verður m.a. skipuleg framsetning og markviss málnotkun.
Áfangalýsing
Í áfanganum er gerðar kröfur til sjálfstæðra vinnubragða. Nemendur þjálfast í að lesa margvíslega texta og vinna með orðabók þar sem það á við. Áhersla er lögð á talþjálfun og hlustunaræfingar. Leitast er við að byggja og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál er æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um agaða setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulagða framsetningu.
ENS303
Undanfari: ENS212 eða ENS203
Áfangalýsing:
Áhersla lögð á lestur flóknari texta og læri að lesa “á milli línanna.” Lesin eru bókmenntaverk og túlkuð með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsanir og skoðanir í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Nemendur fá grunnþjálfun í heimildaleit í margvíslegum miðlum(bókasöfn, á Netinu, margmiðlunarefni o.s.frv.).
Áfangalýsing
Áhersla lögð á fjölbreytilega texta, t.d. greinar úr fagbókum og tímaritum. Lesin eru bókmenntaverk sem fjalla um félagsleg málefni. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur verði færir um að tjá sig skýrt í ræðu og riti, geti rökstudd skoðanir sínar og tileinkað sér fagorðaforða. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, m.a. við öflun upplýsinga á bókasafni og í vefmiðlum.
ENS483, vísindaenska
Undanfari: ENS303
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er vísindatengt efni nálgast á margvíslegan máta. Þýðingar (bæði á ensku og íslensku) verða unnar til að auka orðaforða og margs konar lesskilningsverkefni byggð á vísindatengdu efni unnin. Nemendur vinna mánaðarlega að kynningum á vísindatengdu efni sem þeir velja sjálfir (þó háð lokasamþykki kennara) sem þeir flytja svo í tíma.
Vegna forms áfangans er nauðsynlegt að nemendur haldi skipulega utan um gögn sín. Sjónrænir miðlar (myndbönd, DVD, Internet o.fl.) verða nýtt að einhverju marki í áfanganum. Stór hluti af mati áfangans verður vinna að ritgerð þar sem nemendum verður kennd heimildavinna og rétt framsetning formlegrar ritgerðar um vísindatengt efni. Nemendum verður kennd rétt skráning heimilda, framsetning tilvitnana í ritgerðum o.fl sem tengist slíkri vinnu.
Þessi áfangi krefst aga og skipulegra vinnubragða að hálfu nemandans þar sem mikil áhersla er lögð góða nýtingu kennslustunda til vinnu. Nemendur verða að hafa góða undirstöðu í ensku og vera færir um að sýna sjálfstæði og dugnað í vinnubrögðum.
Markmið
- Að auka orðaforða nemenda hvað vísindatengd efni varðar.
- Að kynna nemum rétt vinnubrögð hvað vinnu við heimildaritgerðir varðar, s.s.:
- Söfnun heimilda og skráning þeirra
- Notkun tilvitnana í ritgerðum.
- Framsetning og frágangur heimildaritgerða.
- Að stuðla að sjálfstæði og aga í öllum vinnubrögðum nemenda.
- Að nemendur hafi öðlast góða undirstöðu og þekkingu á vísindatengdum
málefnum.
Námsmat
Þessi áfangi er próflaus svo að öll vinna nema fer fram í tímum eða heima. Ritgerð mun vega um helming af mati áfangans. Kynningar og verkefnavinna(þýðingar, úrdrættir, lesskilniningsverkefni) í tímum og heima sjá um afganginn.
Áfangalýsing:
Áfram verður byggt á því sem hefur verið gert í fyrri áföngum með sérstakri áherslu á ritun. Unnið með helstu afbrigði ensku eftir búsetu, menntun og stétt og enska sett í alþjóðlegt samhengi. Reynt verður eftir því sem hægt er að endurspegla með bestum hætti menningu og mannlíf hinna ólíku ensku málsvæða. Hér má t.d. hugsa sér smásögur, blaðagreinar, ljóð, tónlist, kvikmyndir o.fl. frá mismunandi málsvæðum þar sem töluð er enska.
ENS571/572/573, Yndislestur
Undanfari ENS403/483
Áfangalýsing
Áfangi þessi er yndislestursáfangi. Það þýðir að það er engin tímasókn í áfanganum heldur einungis sú kvöð á nemum að lesa 1200 síður á ensku fyrir lok annar. Bókalista má finna á heimasíðu skólans og velja nemendur verk af þeim lista sem ná samtals yfir tilskilinn síðufjölda. Nemendur eiga að gera skil á þeim verkum sem þeir lesa, bæði í viðtölum og á greinargerðarformi sem finna má á heimasíðu skólans.
Markmið
- Að gera nemendur færari í lestri bókmennta.
- Að veita nemendum innsýn inn í heim bókmennta.
- Að nemendur geti sjálfstætt gert grein fyrir bókmenntum sem þeir lesa bæði í ræðu og riti.
- Að hvetja nemendur til sjálfstæðs lesturs.
Mat
Frammistaða í viðtölum og greinargerðir um verkin verða metin.
Áfangalýsing
Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar,Comte,Durkheim, Marx og Weber og framlag þeirra til greinarinnar. Farið er í helstu kenningar svo sem samvirkni-, samskipta- og átakakenningar. Fjallað um sjálfsmyndina og táknræn samskipti m.a. út frá kenningum Goffmans. Nemendur læra um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra (þar á meðal Netsins) og skoða þessi viðfangsefni í ljósi ólíkra félagsfræðikenninga.
Áfangalýsing
Í áfanganum fá nemendur innsýn í kynjafræði sem er þverfagleg fræðigrein sem kennd er í háskólum víða um heim. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlegs samfélags rétt eins og kynhneigð, þjóðerni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Litið er á hugtök eins og kyn, kyngervi, staðalmyndir og fleira. Nemendur þjálfast í að skoða heiminn með kynjagleraugum og fjallað verður um samfélagið út frá kynferði, svo sem vinnumarkað, fjölmiðla, heilsufar, ofbeldi,stjórnkerfi, tísku og líkamsímyndir. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum.
Markmið
Að nemendur nái tökum á helstu hugtökum kynjafræðinnar
Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sögu jafnréttisbaráttunnar
Að nemendur öðlist þekkingu á stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
Að nemendur þjálfist í að taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri
Að nemendur þjálfist í að líta á samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum
FÉL173 Afbrotafræði
Áfangalýsing
Í áfanganum verður fjallað um helstu kenningar og rannsóknir á orsökum afbrotahegðunar og tíðni afbrota. Fjórar tegundir afbrota verða sérstaklega teknar fyrir; ofbeldisglæpir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot og viðskiptaglæpir. Þá verður einnig skoðuð rannsóknir á hræðsluviðbrögðum barna við ofbeldi í sjónvarpi og litið á sambandið milli áhorfs á klám og ofbeldi og árásarhneigðar og reynt að svara ýmsum spurningum í tengslum við þessi efni.
Ítarlega verður farið í tengsl andfélagslegra persónuleikaraskana og afbrota. Þá sérstaklega verða skoðuð mál ákveðinna raðmorðingja.
Söguhluti áfangans snýr m.a. að þróun refsinga og réttlætishugtaksins í sögulegu samhengi, einkum verður fjallað um breytingar samfara tilkomu nútímasamfélagsins. Einnig verður tekin fyrir einstök sakamál á misjöfnum tímum með tilliti til ólíkra samfélagshátta.
Áfangamarkmið
Að loku námi í áfanganum á nemendinn að
geta gert grein fyrir helstu kenningum og rannsóknum í tengslum við afbrot
áttað sig á mismunandi tegundum afbrotaflokka
þekkja helstu viðbrögð barna við ofbeldi
vita af tengslum andfélagslegra persónuleikaraskana og afbrota
Áfangalýsing
Fjallað er um þróun ýmissa þátta þjóðfélagsins og megineinkennum þess lýst. Kynnt eru mikilvæg hugtök sem notuð eru í umræðu um þjóðfélagið og þróun þess, svo sem menning, félagsmótun, trú, stjórnmál og efnahagsmál,lýðræði og fleira.
Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og keppt er að því að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu og skipulagi eigin samfélags og annarra. Leitast er við að gera nemendum kleift að sjá samhengi milli daglegs lífs síns og þess sem er að gerast í þjóðfélaginu.
Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á grunnþáttum íslenska samfélagsins og geti borið það saman við nokkur önnur samfélög nær og fjær.
Áfangamarkmið
• Nemandi þekki til félagsvísinda og geti útskýrt helstu vinnu- og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar.
• Geti tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggir á gagnrýninni hugsun.
• Beiti öguðum vinnubrögðum, taki ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra.
• Þekki helstu hugtök félagsfræðinnar.
• Útskýrið hvernig félgsmótunaraðilar hafa áhrif á og móta einstaklinginn.
• Greini grunnþætti menningar og mikilvægi hennar fyrir einstakling og samfélag.
• Skilgreina hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum.
• Þekki til helstu trúarbragða heims.
• Þekki til orsaka kynþáttafordóma og annarra mismununar.
• Lýsi mismunandi samfélagsgerðum.
• Beri saman fjölskyldur og fjölskyldugerðir,fjalli um hlutverk þeirra fyrr og nú og þekki til helstu réttinda og skyldna sem fylgir mismunandi sambúðarformi.
• Geri sér grein fyrir uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins.
• Geri sér grein fyrir atvinnumarkaði hér á landi og hvaða þættir geta haft áhrif á hann.
FÉL203, kenningar og samfélag
Undanfari: FÉL103
Áfangalýsing
Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar, Comte, Durkheim, Marx og Weber og framlag þeirra til greinarinnar. Farið er í helstu kenningar svo sem samvirkni-, samskipta- og átakakenningar. Fjallað um sjálfsmyndina og táknræn samskipti m.a. út frá kenningum Goffmans. Nemendur læra um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra (þar á meðal Netsins) og skoða þessi viðfangsefni í ljósi ólíkra félagsfræðikenninga.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar. Farið er í helstu kenningar, svo sem samvirkni-, samskipta og átakakenningar. Fjallað er um sjálfsmyndina og táknræn samskipti. Nemendur læra einnig um félagslega lagskiptingu, frávik og kynhlutverk. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar.
Áfangamarkmið
Nemandinn:
• þekki helstu frumkvöðla félagsfræðinnar
• geti gert grein fyrir helstu kenningum félagsfræðinnar
• geri sér grein fyrir og kunni að beita kenningum um frávik og bera saman mismunandi gerðir frávika
• geti skilgreint og beitt helstu hugtökum sem tengjast félagslegri lagskiptingu
• þekki kenningar um sjálfsmyndina og geti útskýrt táknræn samskipti
• geti útskýrt hvernig félagsmótun hefur áhrif á kynhlutverk
FÉL303, stjórnmálafræði
Undanfari: FÉL203
Áfangalýsing
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndafræðistrauma stjórnmálanna. Þeir læra um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greini lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðisstjórnmálum til stéttastjórnmála og til þeirra margbreytni sem nú einkennir íslensk stjórnmál. Nemendur meta þróun íslenskra stjórnmála út frá þeim hugtökum sem þeir læra og tengja sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfin. Nemendur skoða hlutverk fjölmiðla varðandi lýðræðisþróun og hvernig áhrifavaldar í stjórnmálum nota fjölmiðla, þar á meðal heimasíður og blogg á Netinu.
FÉL403, aðferðafræði
Undanfarar: FÉL303, STÆ313
Æskilegt að nemendur hafi lokið eða lesi STÆ413 samhliða.
Áfangalýsing
Fjallað er um þróun frístundastarfs og hugmyndafræði þess kynnt, þ.m.t. kenningar í félagssálfræði og hugmyndir um vöxt og þróun einstaklingsins. Komið er inn á helstu hugtök og þjónustuleiðir á sviði frístunda m.a. innan heilbrigðis- og skólakerfisins og sveitarfélaga. Helstu frístundamöguleikar eru kynntir og nemendur örvaðir til skapandi hugsunar á því sviði. Fjallað er um notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og helstu aðferðir til að meta þörf þeirra og leiðir í frístundastarfi. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að skipuleggja frístundastarf á sem fjölbreyttastan hátt með þarfir mismunandi einstaklinga að leiðarljósi, jafnframt því að kenna þeim að skynja og virða þarfir þeirra fyrir gefandi frístundastarf óháð heilsufari, hömlun, fötlun eða félagslegri stöðu.
Áfangalýsing
Megináhersla er lögð á að kenna nemendum undirstöðuatriði tungumálsins, þ.e. nemendur eru æfðir í að hlusta, tala, lesa og skrifa á frönsku. Áhersla er lögð á framburðaræfingar til að nemendur temji sér góðan framburð í byrjun frönskunáms. Kennsla í málfræði fer fram með hliðsjón af samskiptamarkmiðum áfangans og farið verður í nokkur grunnatriði hennar. Auk kennslu í tungumálinu er varpað ljósi á þætti sem tengjast frönskumælandi þjóðum, franskri tungu og menningu.
Markmið
Nemendur verði færir um að halda uppi einföldum samræðum á frönsku og tjá sig um sig sjálfa, sitt nánasta umhverfi, áhugamál og fjölskyldu með einföldum orðaforða ásamt því að geta lesið og skrifað stutta texta og spurt einfaldra spurninga sem ferðamenn í frönskumælandi landi. Jafnframt fái þeir innsýn í þjóðfélag og menningarheim frönskumælandi landa.
Frumkvöðlanám
FRU193
Áfangalýsing
Vinnuhugtakið skilgreint, siðfræði vinnunar kynnt. Þátttaka ríkisvaldsins og sveitarfélaga við að móta atvinnuskilyrði. Þekkja hlutverk stéttarfélaga og atvinnurekenda. Nánasta umhverfi skoðað og kynnt. Vakin athygli á kostum þess og möguleikum hvað varðar auðlindir og framleiðslugetu. Farið yfir grundvallaratriði og markmið nýsköpunar. Hugmyndaleit og nemendum kennt að nota aðferðina þörf – lausn – afurð. Áhersla lögð á frumkvæði og kjark einstaklinga til hafa áhrif á afkomumöguleika sína í heimabyggð.
Áfangamarkmið
• Þekki og skilji vinnuhugtakið og siðfræði vinnunar
• Að kynna undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífið.
• Að kenna aðferðir markmiðssetningar.
• Geri sér grein fyrir hlutverki stéttarfélaga og atvinnurekenda.
• Verði meðvitaður um möguleika til að nýta sér auðlindir í heimahéraði.
• Geti nýtt sér aðferðir nýsköpunar.
• Geti unnið með ákveðnar hugmyndir og gert hana að afurð.
FRU293
Undanfari: FRU193
Áfangalýsing
Nemendur geti tileinkað sér aðferðir nýsköpunar og unnið með þær. Mikilvægt er að nemendur geti unnið með sínar hugmyndir og notað vinnuferlið; þörf – lausn – afurð. Þarfagreining og nýnæmisathuganir. Settur verði upp hugmyndabanki um möguleg fyrirtæki, annaðhvort í framleiðslu (hlutur, tæki) og eða þjónustu. Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði í stjórnun fyrirtækja, almenna stjórnun og markaðssetningu. Tölvur verða nýttar við vinnu á verkefnum. Unnið verður eftir viðskiptaáætlun. Nemendur semji viðskiptaáætlanir um hugmyndir sínar.
Áfangamarkmið
• Þekki vel vinnubrögð eða ferilinn frá hugmynd til afurðar.
• Tileinki sér aðferðir og hugmyndafræði nýsköpunar og geti notað þær á öllum sviðum lífsins.
• Þekki vinnuaðferðir við hugarflugsfund.
• Geti notað SVÓT aðferðina við að meta hugmyndir.
• Öðlist skilning á vinnuferla,rekstri og starfsemi fyrirtækja.
• Þekki mikilvægi markaðshagkerfis.
• Öðlist reynslu í að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki.
• Læra að þróa viðskiptahugmyndir.
• Geti rekið nemendafyrirtæki.
Áfangalýsing:
Valáfangi ætlaður sem mögulegur undirbúningur fyrir keppnina Gettu betur sem fer fram á vorönn á hverju ári. Þeir nemendur sem valdir eru til að keppa fyrir hönd skólans fá viðbótareiningu á vorönn.
Áfangalýsing:
Kennd er notkun teikniáhalda, mælitækja og mælikvarða. Nemendur eru þjálfaðir í fagmannlegum frágangi teikninga, æfð verður fríhendisteikning, uppmæling og rúmskynjun. Teiknaðar verða fallmyndir, rúmteikningar og útflatningar af ýmsum hlutum. Kennd verða grunnatriði tækniteikninga í tölvum og uppmælingu húsa.
Áfangalýsing:
Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að miðla upplýsingum með tæknilegum teikningum. Kennd eru grunnatriði þrívíddarteikninga í tölvum og teiknaðar eru upp byggingar á svæðinu sem sem fyrst eru mældar upp og/ eða byggingar sem nú eru horfnar og er þá notast við ljósmyndir og greiningu á hlutföllum og stærðum. Að áfanganum loknum ættu nemendur að vera vel undirbúnir undir áframhaldandi teikni- , hönnunar eða iðngreinanám.
Áfangalýsing:
Fjallað er um grundvallarhugtök viðbragðs- og virkrar skilyrðingar og beitingu þeirra í atferlismótun. Fjallað er um beitingu jákvæðrar styrkingar og hvað ber að hafa í huga við val og beitingu styrkingar.
Fjallað er um hegðunarstjórnunarmódelið; Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (Positive Behavior Support; PBS) Kerfi fyrir skóla sem stuðlar að æskilegri hegðun og fyrirbyggir hegðunarvandamál.
Nemendur fá kynningu á því hvernig hægt er að nota markvisst jákvæða athygli til að styrkja eftirsóknarverða hegðun. Fjallað er um beitingu ýmissa aðferða svo sem að nota áminningar, tímahlé og hunsun til að draga úr óæskilegri hegðun. Farið er árangursríkar leiðir til að gera samninga um hegðun við börn og unglinga. Fjallað er um leiðir til að setja mörk.
Tekið er á siðferðilegum álitamálum sem upp kunna að koma við beitingu atferlismótunar. Hluti verkefna felst í að nemendur prófi að beita aðferðum atferlismótunar á vettvangi.
Inngangur að heimspeki. Kynning á heimspeki sem grundvallargrein vísinda. Fjallað er um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í námi og starfi. Skoðuð er tilurð vestrænnar heimspeki og þróun hennar. Staldrað er við mestu heimspekinga sögunnar: Sókrates, Plató og Aristóteles. Kynntar eru helstu greinar heimspekinnar, þ.e. þekkingarfræði, siðfræði, rökfræði og frumspeki. Nemendur fá þjálfun í að beita heimspekilegum aðferðum við lausnir viðfangsefna í rökræðum og rituðum texta.
HÓP191 og 291
• Unnið er með einstaklingsmarkmið
• Unnið er með hópmarkmið
• Unnið er með samskipti
Markmið: Að nemandinn verði meðvitaður um eigin stöðu, hvert hann stefnir í námi og starfi. Að hann verði meðvitaður um eigin í samskipti við aðra, fjölskyldu sína og vinnuveitanda.
Lýsing á kennsluformi
Kennsla er í fyrirlestrarformi auk þess sem unnin eru raunhæf einstaklingsverkefni.
Fyrirlestrar:
• Þunglyndi
• Áföll
• Ráðgjöf í reykleysi
• Líkamsbeiting
• Að fylgja eftir markmiðum sínum
• Samskipti / meðvirkni
• Prófkvíði
• Streita
Áfangalýsing
Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem tengjast atvinnutækifærum í nærsamfélagi þeirra, þ.e. Húsavík og nágrenni. Nemendur afla sér upplýsinga um núverandi starfsemi og þjónustu í samfélaginu og greina þarfir þess fyrir ný atvinnutækifæri. Í framhaldinu vinna nemendur hugmyndavinnu um hvernig hægt er að nota mannauð, tækni, vísindi, hönnun og listir til að skapa nýja atvinnumöguleika úr þeim auðlindum sem svæðið hefur upp á að bjóða. Lögð er áhersla á að nemendur læri að nota heimildir; bæði bækur, leitarvélar og fræðsluefni á Netinu, á ábyrgan og gagnrýninn hátt. Jafnframt er áhesla lögð á að nemendur velti fyrir sér umhverfissjónarmiðum í tengslum við nýtingu auðlinda. Við hugmyndavinnuna eru nemendur hvattir til að skrifa niður og teikna upp þær hugmyndir sem þeir fá í tengslum við efnið og halda skissumöppu (portfolio) sem sýnir hugmynda- og vinnuferlið í áfanganum. Nemendur velja svo þá hugmynd sem þeir telja best fallna til áframhaldandi þróunar. Nemendur læra á margvísleg tölvuforrit, s.s. myndvinnslu-, teikni- og framsetningarforrit og hvernig þau geta nýst við að koma hugmyndum á framfæri. Vinnuferlinu í áfanganum lýkur með því að nemendur kynna fyrir samnemendum sínum og kennara fullmótaða hugmynd með aðstoð þeirra framsetningaraðferða sem þeir hafa lært að nota í áfanganum.
Áfangamarkmið
Að nemandi:
• sé upplýstur um núverandi atvinnustarfsemi og þjónustu í nærsamfélagi sínu
• velti fyrir sér möguleikum og tækifærum í nærsamfélaginu til atvinnuuppbyggingar
• læri að setja saman til skissu- og hugmyndamöppu (portfolio) til að halda utan um
hugmyndir sínar í áfanganum
• sé fær um að vinna hugmynd frá upphafsreit yfir á það stig að hægt sé að kynna hana fyrir
öðrum á áhugaverðan hátt með hjálp tölvuforrita eða handgerðra líkana/teikninga
• geti komið hugmyndum sínum á framfæri og kynnt þær á sama hátt og gert er í
atvinnulífinu þar sem farið er í gegnum þau tækifæri sem hugmyndin skapar fyrir
samfélagið, hvað þarf til að hún verði að raunveruleika og hver næstu skref eru í þróun
hugmyndarinnar
• þjálfist í notkun leitarvéla á Netinu
• þjálfist í notkun reglna um heimildaskráningu og tilvísanir til að verða fær um að nýta sér
heimildir á ábyrgan hátt, hvort sem um er að ræða myndir eða texta af bókum eða Netinu
• sé fær um að greina á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra heimilda
• fræðist um umhverfismál og nýtingu auðlinda og sé fær um að taka þátt í umræðu um slík
málefni á upplýstan og gagnrýninn hátt.
HOH293 Hönnun, tækni, hlutur
Undanfari: HOH193
Áfangalýsing
Í áfanganum læra nemendur að nota ýmiss konar tækni við að útbúa frumgerð vöru sem hægt er að senda í framleiðslu auk þess sem þeir fá innsýn í þær starfsgreinar sem nota tölvutækni við slíka vinnu. Nemendur læra að nota teikniforrit til að vinna með grunnteikningu og þrívíddarteikningu. Fjallað er um samskiptaferlið milli tölvu og framleiðslutækja á borð við vatns- og laserskera, fræsara, þrívíddarprentara o.fl. Einnig er tölvuleikjageiranum gefinn sérstakur gaumur. Heimsótt eru framleiðslufyrirtæki í nágrenninu sem nota tölvur til að stýra vélum sínum og starfsemi þeirra kynnt fyrir nemendum. Gefinn er gaumur að efnisfræði þar sem nemendur fræðast um áhrif þess efnis sem vörur eru gerðar úr á notagildi þeirra og útlit. Í lok áfangans vinna nemendur verkefni sem felst í að útbúa frumgerð vöru og gera markaðsáætlun í tengslum við frekari þróun hennar.
Áfangamarkmið
Nemandi:
• geti notað einföld teikniforrit og skilji tengingu þeirra við framleiðslu- og tölvutækni við framleiðslu á hlutum og hugbúnaði
• kynni sér starfsemi fyrirtækja sem nota tölvur til að stýra vélum sínum
• þekki grunnatriði í efnisfræði og skilji áhrif efnisvals á framleiðslu vöru og hönnunar
• geti búið til frumgerð vöru eftir hugmyndum sínum, skilji hversu nákvæm hún á að vera, hvaða verkfæri þarf til að útbúa hana og úr hvaða efni á að búa hana til
• geti gert grein fyrir hverjir veikleikar og styrkleikar frumgerðarinnar eru og hvað þarf að bæta til að frumgerðin geti orðið að vöru sem hægt er að framleiða
• skilji grundvallaratriði markaðssetningar á vörum og þjónustu og geti gert einfalda markaðsáætlun fyrir eigin vöru þar sem markhópurinn fyrir hana er greindur, veikleikar og styrkleikar hennar eru skilgreindir og áætlun gerð fyrir framtíðarmarkmið og kynningu á vörunni auk einfaldrar kostnaðaráætlunar
• sé undir það búinn að takast á við nám eða vinnu í nýskapandi umhverfi.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, lesi fjölbreytta texta, s.s. bókmenntatexta, ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum, fræðiritum og á Netinu. Nemendur fá þjálfun í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Nemendur læra að meta góða málnotkun og öðlast trú á eigin málhæfni í ræðu og riti.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar og skoði ólíka texta út frá bókmenntalegu og málfarslegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að nemendur bæti leikni sína í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Nemendur þjálfa jafnframt hæfni sína til að beita fræðilegum hugtökum við umfjöllun, rökræður og samanburð ólíkra texta og læra um leið að nýta sér þekkingu sína og þjálfun við eigin textagerð. Nemendur læra að meta góða málnotkun og öðlast trú á eigin málhæfni í ræðu og riti. Nemendur fá tækifæri til að nota tölvu, handbækur og sem fjölbreyttust hjálpargögn.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar og lesi því fjölbreytta texta; úr dagblöðum og tímaritum, einnig smásögur og ljóð. Nemendur fá þjálfun í ritun og stafsetningu. Kynntar eru helstu handbækur og önnur hjálpargögn. Farið verður í grunnatriði framsagnar og þessi atriði æfð á textum nemenda og annarra. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist trú á eigin málhæfi í ræðu og riti.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að skoða ólíka texta frá bókmenntalegu og málfarslegu sjónarmiði. Nemendur þjálfa hæfni sína í að beita fræðilegum hugtökum við umfjöllun, rökræður og samanburð ólíkra texta og læri um leið að nýta þekkingu sína og þjálfun við eigin textagerð. Nemendur fá tækifæri til að nota tölvu, handbækur og sem fjölbreyttust hjálpargögn.
Markmiðslýsing
Að nemandi:
-kannist við söguleg tengsl tungumáls og menningar
-fái innsýn inn í meginatriði íslenskrar málstefnu
-þekki dæmi um áhrif norrænnar tungu á önnur málsvæði
-þekki helstu atriði í heimssögu norrænnar goðafræði
-viti deili á helstu goðum í norrænni goðafræði og hlutverki þeirra, vættum og öðrum átrúnaði
-átti sig á leiðbeiningum um framburð
-þekki helstu mállýskur á Íslandi
-læri um helstu breytingar á stíl íslensku frá upphafi ritunar til okkar daga
-kynnist dæmum um uppruna og skyldleika orða
-velti fyrir sér orðasmíð og merkingu
-þekki íslenska nafnasiði
-greini mismunandi málsnið og orðræðu við ólíkar aðstæður
-ræði um og myndi sér skoðun á íslenskri málstefnu
-semji fyrirlestur um kjörbók
-kynnist helstu aðferðum við meðferð heimilda í ritun
-læri að byggja upp heimildaritgerð
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að fjalla um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Nemendur kynnast nokkrum atriðum í sögu íslensks máls frá öndverðu til okkar daga, kynnast helstu mállýskum á Íslandi og helstu hljóðritunartáknum. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna auk þess sem þeir fá tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans. Nemendur kynnast helstu aðferðum við meðferð heimilda .
Áfangalýsing
Í áfanganum er unnið áfram með svipaða þætti og í ÍSL 193. Fjallað er um lestur, lesskilning, ritun, stafsetningu og framsögn. Í tenglsum við lesefnið vinna nemendur með ýmis hugtök bókmennta- og bragfræði. Einnig eru ýmis einkenni íslenskunnar skoðuð svo sem beygingar og orðaval. Orðflokkar og einkenni þeirra verða rifjaðir upp eftir því sem við á.
ÍSL303
Undanfari ÍSL203 eða 212
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur tjá sig í ræðu og riti um fornbókmenntir, fá þjálfun í meðferð heimilda og skrifa ritgerð úr Brennu-Njáls sögu.
ÍSL373, Yndislestur
Undanfari ÍSL203/212
Áfangalýsing
Nemandi velur sex bókmenntaverk af bókalista í samráði við kennara.
Tvær skáldsögur mega vera þýddar. Heildarblaðsíðufjöldi bókanna sex má ekki vera undir 1000 blaðsíður. Nemendi á að lesa jafnt og þétt alla önnina og gera munnlega grein fyrir tveimur bókum í einu.
Þegar lestri tveggja bóka er lokið mælir nemandi sér mót við kennara og gerir grein fyrir því sem hann hefur lesið og gefur um leið upp nöfn næstu bóka. Nemandi á að taka með sér punkta um efni bókanna, eiga þeir að vera í samræmi við verkefni sem nemandi fær hjá kennara.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er fjallað um íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá siðbreytingu/siðaskiptum (1550) fram til nýrómantíkur (1900), þá menn sem helst settu mark sitt á andlegt líf þjóðarinnar og þau viðhorf sem ríktu hér á landi og birtust í kveðskap og skrifum.
Fjallað er um bragfræði og nokkrir bragarhættir kynntir. Til að öðlast yfirsýn yfir helstu tímabil og stefnur verða lesnir ýmsir textar og þeir jafnframt tengdir bókmenntasögunni sem hefð er fyrir að skipta í eftirfarandi hluta:Lærdómsöld, u.þ.b. 1550-1750, Upplýsingaröld, u.þ.b. 1750-1830, Rómantík, u.þ.b. 1830-1880, Raunsæi, u.þ.b.1880-1900.
ÍSL503
Undanfari ÍSL303 eða 403
Áfangalýsing
Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. og 21. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.
ÍSL633, barnabókmenntir (kjörsviðsáfangi á félagsfræðibraut)
Undanfari: ÍSL203/212
Áfangalýsing
Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta og fræðast um mál og menningarheim barna: máltöku barna, málþroska og ritun barna. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.
Áfangamarkmið
Nemandi
- kannist við þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka
- átti sig á hugmyndafræðilegum tengslum (skyldleika) íslenskra og erlendra barna- og unglingabóka
- geti fjallað af skilningi og þekkingu um íslenskar barna- og unglingabækur
- geti nýtt sér helstu bókmenntafræðileg hugtök sem tengjast barna- og unglingabókum
- lesi vandlega nokkrar íslenskar barna- og unglingabækur frá ýmsum tímum
- lesi gagnrýna umfjöllun um barna- og unglingabækur í blöðum og tímaritum
- geri sér grein fyrir helstu stigum máltöku barna- geri sér grein fyrir því hvað lærist fljótt og hvað lærist seint í máltöku
- kannist við helstu rannsóknir á íslensku barnamáli
- átti sig á helstu tal- og málgöllum
- öðlist hæfni til að velja lesefni handa börnum og unglingum og leiðbeina þeim um bókaval
- kynnist ýmsum flokkum barna- og unglingabóka og geri sér grein fyrir ólíku efni þeirra, eðli og tilgangi
- kynnist öðrum birtingarformum barna- og unglinga- bóka, t.d. leikritum, kvikmyndum, leikjum og margmiðlunarefni
ÍÞF102, Þjálfun barna og unglinga
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun í að bregðast við íþróttameiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og áhrif fíkniefna á afkastagetu og árangur. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.
Áfangalýsing:
Nemandi fái almenna líkamlega hreyfingu og þjálfun. Áhersla verður á fjölbreytni,
þátttöku og nemendur geti fundið sér hreyfingu við hæfi. Mikilvægt er að nemandi
kynnist hreyfingu og eða íþróttagrein sem þeir geta stundað í framtíðinni sem hluti af lífstíl sínum.
Kennslan miðar að því að styrkja nemendur með sérstökum styrktar- og þolæfingum.
Ástundun,virkni og þátttaka er mjög mikilvægur þáttur í íþróttum.
Hliðstæður ÍÞR101
Hliðstæður ÍÞR201
JAR103, almenn jarðfræði
Undanfari NÁT113
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á meginatriði jarðfræði Íslands, tengsl uppruna landsins við landrek og landmótun af völdum innrænna og útrænna afla. Farið er í undirstöðuatriði steinda- og bergfræði og einnig kenningar um uppruna kviku og myndun mismunandi kvikugerða undir Íslandi. Í áfanganum skal samtvinna bóklegt og verklegt nám þannig að hinn fræðilegi þáttur námsins tengist á eðlilegan hátt fjölbreyttum vettvangsrannsóknum sem og nýtingu nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni.
Áfangalýsing
Saga stjörnufræðinnar, stjörnufræði sem fræðigrein. Kenningar um gerð, uppruna og þróun alheimsins. Sérstök áhersla er lögð á sólkerfið, sólina, innri og ytri reikistjörnur, loftsteina og halastjörnur. Kenningar um uppruna efnisins, þróun fastastjarna og gerð og myndun svarthola. Nýjustu uppgötvanir og möguleikar á sviði geimferða og rannsókna. Verkefnavinna, þ.m.t. stjörnuskoðanir, kortalestur, stjörnufræðiforrit.
JAR163, Jarðfræði fyrir félagsfræðibraut
Undanfari NÁT113
Áfanginn er hugsaður sem valáfangi fyrir nemendur á félagsfræðibraut, en ekki þá sem taka jarðfræði sem kjörsvið.
Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð megináhersla á jarðfræði í Þingeyjarsýslum, til að lýsa henni verða meginatriði í jarðfræði Íslands dregin fram. Sérstök áhersla er á flekakenningu, landmótun af völdum innrænna og útrænna afla. Farið er í undirstöðuatriði í steinda- og bergfræði og myndun mismunandi kviku undir Íslandi. Fjallað er um jarðsögu Þingeyjarsýslna með áherslu á Tjörnes. Fjallað er um lofthjúpinn, lofthita, úrkomu, ský og flokkun þeirra. Farið er í veðrakerfi lægða og hæða. Unnið er með veðurkort og Netið notað við gerð veðurspáa. Bóklegt og verklegt nám er tengt saman ásamt vettvangsrannsóknum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
- Geri sér grein fyrir myndun Íslands út frá flekahreyfingum og myndun möttulstróks.
- Þekki helstu gerðir bergs á Íslandi og algengar holufyllingar.
- Þekki eldstöðvakerfi og flokkun eldstöðva.
- Geti gert grein fyrir mismunandi gerðum vatnsfalla og landmótun þeirra.
- Þekki jarðmyndanir á Tjörnesi og loftslagsbreytingar tengdar þeim.
- Þekki lofthjúp jarðar, efnasamsetningu og lagskiptingu.
- Geti skýrt hvaða kraftar stýra hreyfingum lofts og áhrif þeirra á vindhraða og stefnu.
- Þekki og geti flokkað ský.
- Skilji veðurspár og geti lesið veðurkort.
- Geti unnið eigin veðurspá með hjálp tölvuforrits.
- Geti tjáð sig og lýst landmótun út í náttúrunni.
Námsmat:
Áfanginn er án lokaprófs, en námsmat verður úr verkefnum sem nemendur vinna í hópum og sem einstaklingar.
JAR173 Haf-, veður- og jarðvegsfræði
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing: Í áfanganum er fjallað um þá grundvallarþætti sem stýra hreyfingum og efnasamsetningu lofts og sjávar. Tekið er fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland, sjógerðir og áhrif sjávar á vöxt og viðgang
nytjastofna við landið. Þá er lögð áhersla á greiningu helstu gróðursvæða hér á landi og skilning á því hvaða veðurfarsþættir stýra útbreiðslu þeirra.
Unnið skal með upplýsingaveitur á Netinu, s.s. um loftslagsbreytingar, um ástand sjávar, veðurlýsingar og spákort. Þá skulu nemendur nota viðeigandi hugbúnað og annan búnað til að fá gleggri mynd af viðfangsefni sínu og til að reynsluprófa útreikninga sína.
JAR203, jarðsaga
Undanfari: JAR103
Áfangalýsing
Kenningar um uppruna og aldur jarðar. Jarðsögutoaflan og einkenni hverrar aldar í sögu jarðar. Þróun lífríkis á jörðinni. Kenningar um massadauða lífvera. Myndun jarðlaga og tenging við ástand umhverfis á myndunartíma. Ísaldir. Jarðsaga Íslands. Helstu gerðir jarðmyndana á Íslandi og tenging þeirra við umhverfisaðstæður á myndunartíma.
JAR213 Haf-, veður- og jarðvegsfræði
Undanfari: JAR103
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað um þá grundvallarþætti sem stýra hreyfingum og efnasamsetningu lofts og sjávar. Tekið er fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland, sjógerðir og áhrif sjávar á vöxt og viðgang
nytjastofna við landið. Þá er lögð áhersla á greiningu helstu gróðursvæða hér á landi og skilning á því hvaða veðurfarsþættir stýra útbreiðslu þeirra.
Unnið skal með upplýsingaveitur á Netinu, s.s. um loftslagsbreytingar, um ástand sjávar, veðurlýsingar og spákort. Þá skulu nemendur nota viðeigandi hugbúnað og annan búnað til að fá gleggri mynd af viðfangsefni sínu og til að reynsluprófa útreikninga sína.
Áfangamarkmið
Að nemendur kynnist náttúrulandafræði. Helstu einkenni náttúrufars á Íslandi með sérstöku tilliti til veður- ,haf- og jarðvegsfræði.
Nemandi:
- þekki lofthjúp jarðar
- geti skýrt krafta sem stjórna hreyfingu lofts og áhrif þeirra á vindhraða og stefnu
- þekki flokka skýja og helstu skýjagerðir þeirra
- geti gert veðurspá með tölvu
- geti notað tölfræðilegar upplýsingar til að flokka í loftslags- og gróðurbelti
- þekki hafsvæði jarðar, hafsbotninn, seltu, sjávarhita, hafís og hafstrauma
- þekki sjávargerðir við Ísland
- þekki tengsl ástand sjávar og nytjastofna við Íslands
- þekki sérkenni íslensks jarðvegs, gróðurfarsbreytingar, uppblástur og endurheimt landsgæða.
JAR383, Verkefnajarðfræði
Undanfari: JAR203/213
Áfangalýsing
Nemendur vinni sjálfstætt við gagnasöfnun og útiathuganir og skili þeirri vinnu með fyrirlestrum og /eða ritgerðum. Nemendur geti gert útdrátt úr innlendum og erlendum fræðiritum um þrengri svið jarðfræðinnar. Viðfangsefni hverju sinni velji kennari og nemendur í sameiningu.
Áfangamarkmið
Nemandi
- geti nýtt sér fyrra nám í jarðfræði til sjálfstæðra vinnubragða við gagnasöfnun og útiathuganir
- kynnist ítarlega einstökum þáttum jarðfræðinnar
- kynnist vinnuaðferðum jarðfræðinnar
Námsmat
Námsmat byggir á lokamarkmiðum áfangans, vinnubrögðum, færni og skilningi á verkefninu.
Áfangalýsing
Markmið kórstarfsins er að glæða skilning og áhuga nemenda á tónlist með söng. Tekin verða fyrir kórlög frá ýmsum tímabilum með áherslu á íslensk lög. Kórinn kemur fram opinberlega við ýmis tækifæri, svo sem á skólasamkomum.
Áfangalýsing
Fjallað er um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar.
Gerð er grein fyrir landnýtingu, breytingum á notkun lands og afleiðingum þess, hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir.
Fjallað er um samspil loftslags og búsetu og tengsla iðnþróunar við umhverfi og samfélagshætti.
Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta.
Fjallað er um grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál sem tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og orsakir og afleiðingar fólksflutninga.
Ferðast um heiminn
Áfangalýsing
Áfanginn er ferðalag um heiminn þar sem menning, saga og stjórnmál hvers svæðis verða gerð ítarleg skil.
Lögð verður áhersla á framandi og spennandi heimshluta eins og Suður Ameríku og Indland.
Helstu spurningar mannfræðinnar snúast einkum um hin mörgu og ólíku samfélög manna, hvað þau eigi sameiginlegt og hvað greini þau að. Mannfræðinni verður beitt til að skilja og upplifa mismunandi svæði heimsins. Má þar m.a. nefna mismunandi hugmyndir fólk um hjúskap, trú og tákn og stöðu kynjanna.
Saga, landafræði og stjórnmál hvers svæðis verður samfléttuð, þar sem áhersla er m. a. lögð á að nemendur leiti sér upplýsinga sjálfir (og með aðstoð kennara) til að skapa skýrari mynd af bakgrunni menningarheimanna.
Hver nemandi vinnur að einu stóru verkefni þar sem hann undirbýr sig fyrir sína eigin „heimsreisu“!
Nemendur munu eignast „skólasystur og bræður“ með hjálp nútíma tækni, þ.e við munum komast í tengsl við skóla á framandi slóðum.
Áfangamarkmið
Að nemandi:
-öðlist almenna þekkingu um valda fjarlæga menningarheima, sögu þeirra og samfélagsuppbygginu
-auki viðsýni sína og umburðarlyndi gagnvart framandi siðum og venjum
-verði færir um leita sér hagnýtra upplýsinga sem tengjast ferðalögum til fjarlægra staða
-geti nýtt sér þá þekkingu og færni sem áfanginn veitir til þess að skipuleggja eigin ferðalög og njóta þeirra á fyllri máta
Nemendur setji upp og sýni leikrit undir stjórn leikstjóra.
LÍF103, líffæra- og lífeðlisfræði
Undanfari: NÁT103
Áfangalýsing
Bygging og starfsemi frumunnar, frumusérhæfing og frumusamhæfing. Bygging og starfsemi allra helstu vefjagerða, líffæra og líffærakerfa dýra og plantna með áherslu á samanburðarlífeðlisfræði.
LÍF113, vistfræði
Undanfari: NÁT103
Áfangalýsing
Grunneiningar vistfræði, þ.e. stofn (population), samfélag (community) og vistkerfi (ecosystem) og þau lögmál sem þessar einingar lúta, svo sem stofnstærð, stofnvöxtur, samskipti stofna, framvinda, fjölbreytni, fæðuvefir, orkuflæði, efnahringrásir o.fl. Maðurinn skilgreindur sem vistfræðileg tegund, sem lýtur vistfræðilegum lögmálum og umhverfisáhrif þessarar tegundar skoðuð. Aðferðir vistfræðinnar notaðar eftir því sem kostur er.
LÍF163, fjölbreytni lífheimsins I
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing
Farið verður í helstu tegundir íslenskra plantna, fugla og spendýra með sérstöku tilliti til tegundaflóru og -fánu Þingeyjarsýslna.
Áfangamarkmið
Nemendur þekki helstu tegundir íslenskra plantna, fugla og spendýra.
LÍF173, Fjölbreytni lífheimsins II
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing
Notkun greiningarlykla kynnt og æfð við greiningar á lífverum úr mismunandi plöntu- og dýrafylkingum, ýmist úti í náttúrunni eða með undanfarandi plöntu- og dýrasöfnun. Meðal hópa lífvera, sem til greina koma eru: Háplöntur, sveppir, þörungar, fuglar, fiskar, skordýr, krabbadýr, lindýr og liðormar en þetta fer nokkuð eftir þekkingarsviði kennara. Lögð er áhersla á að kynna lífríki einstakra búsvæða, svo sem ýmissa gróðurlenda, jarðvegs og votlendis (t.d. ferskvatns og fjöru).
Áfangamarkmið
Nemandi
-geti nýtt sér greiningarlykla til að greina lífverur úr helstu plöntu- og dýrafylkingum til tegunda eða stærri flokkunareininga.
-þekki helstu aðferðir við söfnun, úrvinnslu og varðveislu lífvera af mismunandi búsvæðum.
Námsmat
Verklegt greiningarpróf í lok áfangans ásamt áhuga, virkni og frammistöðu nemenda í námsferðum og allri úti- og innivinnu. 100% mætingaskylda er í áfanganum.
LÍF203, erfðafræði
Undanfari: LÍF103
Áfangalýsing
Saga erfðafræði. Litningar, gen, frumuskipting, kynfrumumyndun og frjóvgun. Mendelsk erfðafræði, sameindaerfðafræði (þ.m.t. stökkbreytingar), stofnerfðafræði.
LÍF273, Sjávarlíffræði
Undanfari: LÍF113
Áfangalýsing
Hafið sem umhverfi lífvera. Helstu fylkingar sjávarlífvera kynntar. Almenn sjávarvistfræði ásamt vistfræði einstakra búsvæða, svo sem fjöru, lágseltusvæða, árósa, grunnsævis, úthafs og hafsbotns. Frumframleiðsla og orkunýting í hafinu. Nýting sjávarlífvera. Verklegar æfingar eftir efnum og aðstæðum.
Áfangamarkmið
Nemandi
-geri grein fyrr ólífrænum þáttum í hafinu sem hafa áhrif á sjávarlífverur og búsvæðaval þeirra.
-þekki helstu fylkingar sjávarlífvera.
-þekki helstu einkenni einstakra búsvæða sjávar og geri grein fyrir hvernig þau hafa áhrif á dreifingu sjávarlífvera um viðkomandi búsvæði.
-geti lýst vorkomu og orkuflutningum milli fæðuþrepa í sjó á okkar breiddargráðum og geri sér grein fyrir áhrifum þessa á afkomu nytjastofna í hafinu umhverfis Ísland.
-þekki helstu áhrif mengunar og ofveiði á lífríki sjávar
-þekki helstu rannsóknaraðferðir sjávarlíffræðinnar, t.d. við sýnatöku og frumúrvinnslu.
-kynnist einhverjum þessara aðferða af eigin raun, t.d. við rannsóknir á þangfjörum eða leirum.
Námsmat
Skriflegt próf í annarlok ásamt verkefnavinnu annarinnar.
LÍF303, verkefnalíffræði
Undanfarar: LÍF103, LÍF113, LÍF203, einn eða fleiri af framantöldum eftir atvikum.
Áfangalýsing:
Nemendur vinna sjálfstætt verkefni, sem getur m.a. falist í:
1. Gagnasöfnun úr inni- eða útiathugunum og skili þeirri vinnu með fyrirlestri og/eða ritgerð.
2. Útdráttur úr innlendum og erlendum fræðiritum um þrengri svið líffræðinnar.
3. Gagnasöfnun og samanburðarathuganir úr eldri skýrslum, greinum eða ritgerðum.
Viðfangsefni hverju sinni velja kennari og nemendur í sameiningu eftir áhugasviði og aðstæðum.
Áfangalýsing
Meginviðfangsefni áfangans eru tvíþætt, annars vegar að aðstoða nemandann í að glöggva sig betur á námsleiðum skólans og hins vegar er lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust þannig að þeir geti sett fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökrætt þær sín á milli.
Markmið
• Að nemandinn vinni að forgangsröðun og skipulagi eigin fjármála.
• Að nemandinn þekki til helstu atriða varðandi bankaviðskipti.
• Að nemandinn geti leitað og unnið úr upplýsingum er varða eigin fjárhag.” Námsvísir ( Almenn endurmenntun 2003)”
• Að nemandinn fylgi náms- og starfsmarkmiðum sínum eftir
• Að nemandinn læri að sækja um vinnu.
• Að nemandinn viti hver réttur hans er á vinnumarkaðinum.
• Að nemandinn skoði sín samskipti og meti hvort breyta þurfi þeim svo að starfsmarkmið hans nái fram að ganga.
Lýsing á kennsluformi
Kennsla er í fyrirlestrarformi auk þess sem unnin eru raunhæf einstaklingsverkefni. Leiðin til velgengni, námskeið í stjórnun eigin fjármála.
„Það er leikur að læra...“
Áfangalýsing
Áfanginn er tvö verkefni. Fyrra verkefnið er unnið í litlum hópum á frekar stuttum tíma. Notast er við efni sem er aðgengilegt og umhverfisvænt. Það snýst um vandamál sem þarf að leysa, vandamálið getur verið “skemmtilegt” sem getur aukið áhuga nemenda, dæmi um vandamál getur verið að: Leysa þarf aðgengi músafjölskyldu, sem býr inni í sýningarskáp á gangi skólans að osti sem er hinum megin við ganginn ofan við gluggann svo fjölskyldan sleppi við að hlaupa yfir gólfið. Lausnin á vandamálinu gæti til dæmis verið sú að byggja brú yfir ganginn. Efnisval getur þá verið fyrirfram ákveðið eða að eigin vali. Þetta getur skapað skemmtilega stemningu þegar farið er yfir verkefnin á staðnum og gerðar tilraunir hvort brýrnar beri raunverulega músafjölskylduna, það er til dæmis hægt að gera með litlum leikfangabíl. Einnig verður verkefnið skraut á ganginum (ef verkefnið um músafjölskylduna verður fyrir valinu) að minnsta kosti tímabundið.
Með þessu verkefni reynir á útsjónarsemi, verksvit og nýsköpun. ítarefni meðfram og á undan þessu verkefni gæti verið að fara hratt yfir grunnhugmyndir burðarþolsfræði (til er skemmtilegt lítið forrit sem er ókeypis og heitir “the bridge building game” sem gæti nýst í það). Einnig væri hægt að fara yfir ólíkar gerðir brúa og ýmis tengd verkefni skoðuð.
Seinna verkefnið er unnið í stærri hópum og endar á einu stóru verkefni eða fleiri verkefnum sem tengjast. Hér þarf að finna þema fyrirfram sem unnið er eftir. Þemað verður þá að tengjast svæðinu. Niðurstaðan gæti verið sýnilega í skólanum, fyrir utan hann og jafnvel unnin í samvinnu við verkstæði/framleiðslufyrirtæki á staðnum.
Áfangalýsing
Meginviðfangsefni áfangans er að skoða listir, menningu og hönnun frá upphafi steinaldar og fram til nútímans með sérstakri áherslu á tímabilið frá seinni hluta 19. aldar til nútíma. Skoðuð verða áhrif þessara greina á samfélagið og umhverfið á hverjum tíma og hverjir eru helstu áhrifavaldar.
Gerðar verða tilraunir í ýmsum efnum sem tengjast viðfangsefninu.
LOH293
Undanfari: LOH193
Áfangalýsing
Meginviðfangsefni áfangans eru myndlist og aðrar gerðir af listum og hönnun. Nemendur kynnast þekktum listamönnum og stefnum og straumum í myndlistinni.
Áfangamarkmið
Nemendur
- kynnist sögu myndlistar
- kynnist straumum og stefnum í myndlist
- kynnist nokkrum þekktustu myndlistarmönnum sögunnar
- séu færir um að fjalla um og meta listaverk þekktra listamanna
LMV192 (haust) og LMV292 (vor)
Áfangalýsing
Í áfanganum er lista- og hönnunarsagan rakin samhliða tímalínu mannkynssögunnar. Um er að ræða þverfaglegan áfanga þar sem námsgreinarnar samfélagsfræði, saga og náttúrufræði eru tengdar við tímalínuna eftir því sem við á í þeim tilgangi að nemendur fái yfirsýn yfir hvernig list og hönnun hefur þróast í samhengi við þróun vísinda. Jafnframt er námsgreinin íslenska fléttuð saman við efni áfangans í þeim tilgangi að leiðbeina nemendum um meðferð talaðs máls og ritaðs í verkefnavinnu áfangans auk þess sem fjallað er um hlutverk bókmenntaarfsins í þróun íslenskrar menningar, þróun málvísinda sem fræðigreinar o.fl. Nemendur fá auk þess þjálfun í notkun ýmiss konar upplýsingatækni til að auðvelda öflun og miðlun hvers kyns þekkingar. Tímalínan sem rakin er í áfanganum byrjar á forsögulegum tíma og er fylgt í gegnum aldirnar, þ.e. foröld, miðaldir og nýöld. Staldrað er við uppgötvanir og þekkingu sem hafa haft áhrif á lífsstíl og heimsmynd nútímafólks. Umfjöllun um hvert tímabil mannkynssögunnar skiptist í innlögn námsefnis, vinnu nemenda og verkefnaskil. Leitast er við að nemendur öðlist á þessari vegferð sinni um mannkynssöguna nýja sýn á þær námsgreinar sem tengjast áfanganum, uppgötvi hvernig þær tengjast innbyrðis og hafa áhrif á listir og hönnun. Rík áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum. Áfanginn byggir að verulegu leyti á ferlivinnu þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna að verkefnum undir leiðsögn kennara. Við kennslu í áfanganum er horft til söguaðferðarinnar (storyline) sem byggir á að atburðum sé raðað í tímaröð og látnir mynda samhengi. Verkefnin í áfanganum byggja bæði á einstaklings- og hópavinnu og felast bæði í beitingu talaðs máls og ritaðs. Þannig má segja að nemendur öðlist í áfanganum þjálfun í öllum þeim megingildum sem mynda einkunnarorð skólans: Frumkvæði, samvinnu og hugrekki. Áfanginn, sem einkum er ætlaður nýnemum, er tvískiptur og kenndur bæði á haust- og vorönn.
Áfangalýsing
Sambland af matreiðslu og landafræði. Áhersla er lögð á matreiðlsu léttra rétta (skyndibita). Þar má t.d. nefna pylsur, pizzur, hamborgara, smurbrauð, burrito og pítur. Í tengslum við matreiðsluna þurfa nemendur að leita upplýsinga á Netinu um sögu þessara rétta og vinna stutt verkefni samfara því. Nemendur annast innkaup undir handleiðslu kennara með hollustu og hagkvæmni í huga.
Áfangalýsing
Sambland af matreiðslu og landafræði. Áhersla er lögð á matargerð í nálægum og fjarlægum menningarheimum. Ætlast er til að nemendur nái tökum á matreiðslu ýmissa framandi rétta auk þess sem áhersla er lögð á hlutverk gestgjafans í matarboðum. Nemendur annast innkaup undir handleiðslu kennara með hollustu og hagkvæmni í huga og laga uppskriftir að vöruúrvali. Jafnframt matargerðinni kynnast nemendur þeim menningarheimum og samfélagsferðum sem hún er sprottin úr. Það er gert með því að nýta ýmsa kosti margmiðlunar, s.s. kvikmyndir og veraldarvefinn. Nemendur vinna í sameiningu stuttar kynningar á þeim löndum eða svæðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni.
Menning, miðlun og listir
Áfangalýsing
Í áfanganum er leitast við að auka víðsýni nemenda með því að gefa þeim innsýn í ólíka menningarheima. Áfanginn er verkefnamiðaður, þ.e. byggir á verkefnavinnu. Áhersla er lögð á að leiðbeina nemendum við notkun fjölbreyttra miðla við skapandi vinnu. Áfanginn verður kenndur á ensku.
NÁMX91
Áfangalýsing
Áfangar í námstækni og hvatningu eru ætlaðir nemendum á framhaldsbraut sem og öðrum nemendum sem eiga erfitt uppdráttar í almennu bóknámi. Fjallað er um hagnýta námstækni, jákvæða sjálfsmynd, samskiptafærni, sjálfsstjórnun og jafningjastuðning.
Náttúrufræði
Áfangalýsing
Eðli og hlutverk líffræðinnar sem vísindagreinar. Vísindaleg aðferðafræði og rannsóknaraðferðir líffræðinnar. Helstu efnaflokkar, bygging og starfsemi frumunnar. Grundvallarþættir erfðafræði og þróunarfræði og fjölbreytni lífheimsins. Gerð og starfsemi vistkerfa og áhrif mannsins.
NÁT113, Inngangur að jarðfræði
Áfangalýsing
Í þessum áfanga fer fram kynning á jarðfræði sem vísindagrein, stiklað er á þróun hugmynda innan hennar, fjallað um tengsl við aðrar vísindagreinar og notagildi með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Teknir eru til umfjöllunar ákveðnir efnisþættir innan jarðfræði sem tengjast notkun tækninnar við nýtingu náttúrulegra auðlinda og orkuframleiðslu. Í upphafi er farið í almenn atriði tengd aldri og uppruna jarðar og fjallað um byggingu hennar og lagskiptingu. Þá er jarðsagan tekin til umfjöllunar og stiklað á stóru hvað varðar breytingar á jörðinni, s.s. landrek, þróun lífs og loftslags. Kynnt er myndun helstu berggerða og jarðfræðilegar aðstæður fyrir myndun náttúrulegra orkugjafa. Fjallað er um jarðfræðirannsóknir, einkum þær sem tengjast mannvirkja- og virkjanagerð. Einnig um mismunandi orkugjafa hér á landi og í samanburði við önnur svæði jarðar, rannsóknir tengdar nýtingu þeirra og jarðefna hér á landi og gæði þeirra. Fjallað er um umhverfisáhrif í tengslum við mannvirkjagerð og orkunýtingu, s.s. spillingu náttúruperlna, jarðrask og mengunarhættu. Lögð er áhersla á að í áfanganum velji nemendur sér nokkur sérhæfð en fjölbreytt verkefni sem krefjast upplýsingaöflunar, vettvangsathugana og náttúruskoðunar og kynni þau á ýmsan hátt. Verkefnin skulu eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags; gagnvirk tengsl náttúru og menningar; og þá þætti eða öfl sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar.
Áfangalýsing
Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallareðlis- og efnafræðilögmál og kenningar. Orkulögmálið er þungamiðja áfangans og ýmsar myndir þess tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Gert er ráð fyrir að farið verði í öll þau atriði sem útlistuð eru í áfangamarkmiðunum en útfærsla þeirra verði mismikil eftir áherslum skóla og áhugasviðum nemenda. Þannig geti nemandi dýpkað þekkingu sína nokkuð á völdum viðfangsefnum áfangans, samþætt verkefnið öðrum NÁT-áföngum og fleiri greinum og jafnvel átt í samstarfi við aðila utan skólakerfisins. Verkefnin skulu eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags, gagnvirk tengsl náttúru og menningar og þá þætti eða öfl sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist gagnaöflun og meðferð heimilda við ritun fræðilegs texta. Áfanginn hentar sérstaklega vel sem undirbúningur fyrir nám í hugvísindagreinum á háskólastigi en gagnast einnig þeim sem hyggja á nám í öðrum greinum háskóla og þeim sem vilja þjálfa almenna ritfærni sína.
Markmið
Nemandi:
-styrki kunnáttu sína í stafsetningu og greinarmerkjasetningu
-efli ritfærni sína
-geti greint og beitt mismunandi málsniðum og orðræðu við ólíkar aðstæður
-kynnist ritunarferlinu, allt frá hugmynd til fullskapaðs ritverks
-kynnist og þjálfist í helstu aðferðum við meðferð heimilda í ritun
-þjálfist í heimildaleit
-þjálfist í að meta áreiðanleika heimilda
-læri að umgangast heimildir af heiðarleika
-læri að byggja upp heimildaritgerð
-þjálfist í að leggja mat á eigin texta og annarra (ritstjórn)
-þjálfist í meðferð handbóka og annarra hjálpargagna við ritun.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er fyrst og fremst lögð áhersla á hratt yfirlit yfir Íslands- og mannkynssögu frá upphafi tíma og fram til loka árnýaldar (1750-1800).
Þar sem námsefnið er svo yfirgripsmikið hlýtur námið að verða afar inntaksmiðað og ekki gefst mikill tími til að líta á ólíkar túlkanir eða rýniaðferðir sagnfræðinnar.
Af sömu ástæðu verður enginn ritgerðarhluti. Tíma- og skilaverkefni munu gegna því hlutverki helst að festa námsefnið betur í minni nemenda.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga verður farið yfir helstu tónlistarstefnur og -strauma með sérstakri áherslu á tengsl rokktónlistar og samfélagsþróunar. Fjallað verður um rætur rokktónlistar í Bandaríkjunum og þróun hennar frá því að vera jaðarlist yfir í að verða ráðandi tónlistarform og samnefnari fyrir unglingamenningu. Hugað verður að því hvernig saga tónlistarinnar birtir misrétti kynþátta, hvernig rokkið blandast öðrum tónlistarstefnum á sjöunda áratugnum og verður tjáningarmáti '68-kynslóðarinnar. Einnig verður fjallað um áhrif samfélagsþróunar á tónlistina og hvernig neysluhyggja og tækni hafa mótað hana. Íslensk rokksaga fær sérstaka athygli. Efnið er sótt á netið, í myndbönd, kvikmyndir og hljómdiska. Einnig eru notaðar greinar úr blöðum, bókum og tímaritum. Námsmat byggir á verkefnavinnu, ástundun og sjálfstæðu ritunarverkefni.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er saga byggðar á Húsavík og í Þingeyjarsýslum rakin frá síðari hluta 19. aldar til nútímans. Fjallað er um þróun fólksfjölda, búsetu- og atvinnubreytingar, sögu helstu stofnana, félagssamtaka, atvinnulífs og fleira á umræddu tímabili. Leitast er við að setja efnið fram í samhengi við almenna Íslandssögu og sífellt er skírskotað til hennar enda verður saga Húsavíkur og nágrannabyggða ekki slitin frá þeirri sögu. Áfanginn er töluvert verkefnamiðaður og munu nemendur vinna mikið með frumheimildir og áhersla er lögð á upplýsingaleit og fagmannlega framsetningu verkefna.
Áfangamarkmið
Nemandinn
- geri sér grein fyrir þróun fólksfjölda á Húsavík og í Þingeyjarsýslum.
i. þekki þá þætti sem hafa áhrif á fólksfjölda og búsetubreytingar.
ii. kanni þátt veðurfars á fólksfjöldaþróun.
iii. vesturferða.
iv. samfélagsbreytingar; afnám vistarbands, breyttir atvinnuhættir, aukin
velmegun.
v. samanburður við önnur svæði.
- þekki atvinnusögu héraðsins og bæjarins í grófum dráttum.
i. framleiðsluvörur bænda, útflutningsvörur.
ii. fyrstu verslunarsamtök bænda.
iii. barátta þeirra við kaupmannsvaldið.
iv. tilurð Kaupfélags Þingeyinga.
v. sjósókn frá Húsavík. Nemendur taki þrjú tímabil (aldamótin 1900,
1940-1950, nútíminn) og kanni eftirtalda þætti: hvers konar
bátar/skip, veiðarfæri, hvað var veitt, verkunaraðferðir, aðbúnaður
sjómanna.
vi. iðnaður og handverk. Upphaf iðnvæðingar á Húsavík, fyrstu
iðngreinarnar. (þróunin rakin í grófum dráttum eða nokkur afmörkuð
tímabil könnuð).
vii. verslun á Húsavík. Kaupmannaverslanir, kaupfélagið, önnur verslun.
viii. atvinnuskipting Húsvíkinga, (frumvinnslugreinar, úrvinnslugreinar og
þjónustugreinar) þrjú tímabil könnuð; aldamótin 1900, 1940-1950,
nútíminn.
- kannist við sögu ýmissa opinberra stofnana.
i. Húsavíkurkaupstaður, kaupstaðarréttindin, áhrif þess á þróun bæjarins.
ii. stofnanir á vegum bæjarins.
iii. bæjarstjórn, stjórnmálaflokkar og hreyfingar sem farið hafa með
völdin,
skoðað í samhengi við almenna stjórnmálaþróun í landinu.
iv. sjúkrahús og heilsugæsla, tilurð og þróun.
v. skólahald á Húsavík og í nágrannabyggðum.
- kanni sögu ýmissa frjálsra félagssamtaka á Húsavík og í
nágrannabyggðunum.
i. félagssamtök bænda á 19. öld; búnaðarfélög, lestrarfélög,
bindindisfélög
ii. íþróttafélög.
iii. kvenfélag
iv. "karlafélög"; frímúrarar, Lions ofl.
v. annað félagslíf; tómstundir barna fyrr og nú.
- kannist við ýmsa þætti úr sögu skemmtanalífs í bænum á tímabilinu.
i. dansleikjahald.
ii. hljómsveitir, lagaval, dansar, klæðnaður.
iii. samskipti kynjanna.
iv. áfengisnotkun.
- skoði stéttaskiptingu á Húsavík fyrri hluta 20. aldar og geri sér grein
fyrir þróun hennar í samhengi við almenna stéttaskiptingu á Íslandi.
i. Í hverju felst stéttaskipting? kenningar fræðimanna (Marx, Weber)
þar um athugaðar.
ii. breytingar á stéttaskiptingunni, hvaða þættir hafa þar áhrif?
- fái innsýn í viðhorf íbúanna til heimabyggðarinnar og viðhorf annarra
til Þingeyinga.
i. hvað er viðhorfasaga?, hvernig mótast viðhorf?
ii. orðspor Þingeyinga, forysta þeirra í ýmsum framfara- og félagsmálum
síðari hluta 19. aldar, sjálfsmynd þeirra, drýldnin.
iii. heimildir kannaðar, m.a. ferðasögur þar sem fram kemur álit
höfundanna á Þingeyingum.
Reynt verður að koma inn á öll yfirmarkmiðin, en gert er ráð fyrir að velja þurfi töluvert úr undirmarkmiðum.
Námsmat
Verkefnavinna nemenda vegur þungt í þessum áfanga. Sum verkefnanna
eru skilaverkefni, ritgerð og nokkur styttri verkefni. Þá verða þættir eins
og virkni og vinnuframlag metnir til einkunnnar.
-ritgerð 40%
-skilaverkefni 30%
-virkni og áhugi 30%
SAG183, Ísland og alþjóðasamfélagið (á lýðveldistíma)
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er fjallað um sögu Íslands frá lokum síðari heimsstyrjaldar til okkar daga og þá sérstaklega tengsl lands og þjóðar við alþjóðasamfélagið. Farið verður lauslega yfir stjórnmála- og hagsögu þjóðarinnar á þessum tíma. Megináherslan verður þó annars vegar á tengslin við Atlantshafsbandalagið (NATO) frá stofnun þess til loka kalda stríðsins, og hins vegar á tengslin við Evrópusambandið (ESB), sérstaklega síðastliðin tuttugu ár. Einnig verður fjallað um aðrar alþjóðastofnanir s. s. Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlandaráð.
Kennsluform
Fyrirlestrar, einstaklingsverkefni, hópverkefni, umræður.
Hliðstæður SAG103
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er farið yfir Íslands- og mannkynssögu frá því um 1750-1800 til samtímans.
Um er að ræða hefðbundna yfirlitssögu þar sem áhersla er lögð á að tengja saman Íslands- og mannkynssöguna þannig nemendur skilji Íslandssöguna í ljósi evrópskra áhrifa.
Megináherslan verður 19. öldin en í umfjöllun um 20. öld mun síðari heimsstyrjöldin vera í brennidepli.
Áfangalýsing:
Í áfanganum eru valin tímabil og svið fjölþættrar menningarlegrar könnunar og munu nemendur kryfja viðfangsefnin í ljósi margra þátta. Áhersla verður lögð á verkefnavinnu, bæði einstaklingsvinnu og hópastarf. Eftirtaldir þættir verða teknir til könnunar:
1. Menning fornaldar; þar sem áherslan er á gríska klassík
2. Heimur miðalda; þar sem afmörkuð fyrirbæri verða skoðuð í víðu samhengi
3. Nútímalíf og tíðarandi; þar sem farið verður í lista- og menningarsögu 20. aldar
4. Sagnfræðiritgerð; þar sem nemendur fá þjálfun í sagnfræðilegum vinnubrögðum
Áfangalýsing:
Valdir þættir úr sögu 20. aldar verða teknir til íhugunar og gagnrýnnar skoðunar. Einkum verður fjallað um mannkynssöguna en aðstæður á Íslandi verða einnig skoðaðar í ljósi atburða í öðrum löndum. Hér er ekki um hefðbundna yfirlitssögu að ræða heldur verður leitast við að kafa dýpra í valið efni. Þeir þættir sem verða meginviðfangsefni áfangans eru: Fyrri heimsstyrjöldin, millistríðsárin, kalda stríðið og atburðir líðandi stundar.
SAG403, Hugmyndasaga
Undanfari SAG303/313
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er hugmyndasagan rakin frá heimspeki fornaldar til vísinda nútímans. Fjallað verður um gagnvirk áhrif ríkjandi
viðhorfa í stjórnmálum og trúarbrögðum á hugmyndir manna um umheiminn
á hverjum tíma.
Áfangamarkmið
Nemandi fái innsýn í heimsmynd fólks í fyrstu menningarsamfélögunum, kanni
sérstaklega hugmyndir Súmera og Egypta um guðdóminn og hvaða áhrif það
hafði á daglegt líf þeirra.
-þekki hugmyndir og kenningar nokkurra helstu heimspekinga fornaldar um
umheiminn, tilurð hans og stöðu mannsins í honum.
-kannist við forn-grísku heimspekihefðina og helstu heimspekinga hennar,
áhrif þeirra á vísindi, fræði og samfélög seinni tíma.
-geri sér grein fyrir sögulega mikilvægu hlutverki Araba í miðlun þekkingar til
Vesturlanda, þekki heimsmynd þeirra og áhrif á Evrópumenn.
-geri sér grein fyrir tengslum á milli hugmynda manna um umheiminn,
trúarbragða og stjórnarfars á hverjum tíma.
-þekki þá menn og stofnanir sem hafa haft mótandi áhrif á skoðanir fólks um
heiminn á ýmsum tímum.
-kanni sérstaklega þátt kaþólsku kirkjunnar í mótun heimsmyndar fólks og
áhrif hennar á vísindi og fræði sem og daglegt líf Evrópubúa, einkum á
miðöldum.
-þekki nokkrar tækninýjungar og uppgötvanir í vísindum á fyrri öldum sem
breytt hafa hugmyndum manna um heiminn, áhrif þess á trú, stjórnmál og
daglegt líf fólks.
-þekki endurreisnina (renainessance) sem hófst á Ítalíu í lok 14. aldar, áhrif
hennar á vísindi og fræði og árekstra við ríkjandi hugmyndir í trú og
stjórnmálum á þeim tíma.
-þekki helstu forsendur þeirrar vísindabyltingar sem hófst á 16. öld.
-kannist við helstu vísindamenn þeirra tíma, hugmyndir þeirra um heiminn og
stöðu mannsins í honum.
-þekki átökin á milli kenninga vísindamanna og kaþólsku kirkjunnar.
Námsmat
Skriflegt próf í lok annar. Ritgerð og ýmis önnur styttri verkefni.
Áfangalýsing:
Þessi áfangi er próflaus og án tímasóknar. Þetta er rannsóknaráfangi þar sem nemandi vinnur eitt verkefni eða ritgerð á önninni og er hugsaður sem undirbúningsáfangi fyrir háskólanám. Markmiðið er að þjálfa nemanda í rannsóknarvinnu og fræðilegri framsetningu. Æskilegt er að nemandi nýti sér frumheimildir þar sem því verður komið við og gerðar eru kröfur um sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Áfangamarkmið:
Markmið áfangans eru að nemendur:
fái innsýni í fjölbreytileika sálfræðinnar og þekki helstu starfssvið sálfræðinga
fái ágrip af sögu sálfræðinnar og þekki helstu sjónarmið í nútímasálfræði
fái nasasjón af því hvernig heilinn og taugakerfið tengist andlegri líðan
kynnist lítillega nokkrum geðröskunum og kenningum um orsakir þeirra
kynnist hugrænni sálfræði og þá einkum er lýtur að rannsóknum á minni og minnistækni
kynnist námssálfræði og viti m.a. hver munurinn er á viðbragðsskilyrðingu og virkri skilyrðingu
átti sig á hagnýtu gildi námssálfræðinnar, m.a. við nám, uppeldi og mótun hegðunar
öðlist nokkra innsýn í mannlegt sálarlíf, mannleg samskipti og hvað stjórnar hegðun
kynnist lítillega þeim aðferðum sem sálfræðingar nota, m.a. vegna hegðunarvandkvæða
þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum, m.a. með því að gera sálfræðilegar tilraunir og skrifa skýrslur um þær eða koma sjálfir með óvænt sjónarhorn (t.d. með hagnýtingu tækni)
reyni sjálfir að pæla í námsefninu og þroska með sér gagnrýna hugsun
kynnist lítillega aðferðafræði og tölfræði sem eru mikilvægar hjálpargreinar í félagsvísindum
SÁL163, Jákvæð sálfræði, heilsusálfræði, samfélagsverkefni
Áfangalýsing
Í áfanganum verður fjallað um kenningar og rannsóknir á styrkleikum og jákvæðum eiginleikum fólks, s.s. hamingju, bjartsýni, þrautseigju og velgengni.
Leitast verður við að finna svör við krefjandi spurningum um mannlífið eins og„hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað?“
Einnig verða skoðuð tengsl andlegs og líkamlegs heilbrigðis þar sem markmiðið er að skilja áhrif sálfræðilegra og félagslegra þátta á heilbrigði, þróun sjúkdóma og viðbrögð við veikindum. Hugað er sérstaklega að því hvernig streituviðbrögð og persónuleikinn hafa áhrif á heilsu.
Áfanginn er próflaus en spennandi verkefni verða unnin á önninni. Stærst er Samfélagsverkefnið.
Í Samfélagsverkefninu er verið að nýta fræðin á hagnýtan hátt. Þá mun hver nemandi tengjast einum einstaklingi í samfélaginu (barni, eldri borgara eða öðrum) og hitta viðkomandi nokkrum sinnum á önninni. Áhersla verðu lögð á gagnkvæman ávinning og að einstaklingar læri af hverjum öðrum.
Áfangamarkmið
- Þekkja þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til að auka hamingju fólks
- Að nemendur viti hvað átt er við með sálfræðilegur og félagslegu heilbrigði
- Að tengjast annarri manneskju og gefa af sér
SÁL173, Sálfræði og kvikmyndir
Áfangalýsing
Hugmyndafræði sálfræðinnar og fræðileg hugtök verða kynnt í gegnum kvikmyndir. Fjölmargar kvikmyndir eru til sem byggja að meira eða minna leyti á sálfræðilegri þekkingu. Sem dæmi má nefna Das Experiment, The Dark Knight, Wild boy of Aveyron, Fight Club og Beutiful Mind svo einungis fáein dæmi séu tekin.
Rýnt verður í úrtak kvikmynda og nemendur látnir vinna verkefni um þær með tilliti til sálfræðilegrar þekkingar. Í áfanganum er lakt upp úr fjölbreyttu námsmati án prófa.
Áfangamarkmið
Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að
geta áttað sig á helstu þáttum hugmyndafræði sálfræðinnar.
gera sér grein fyrir tengingu sálfræðinnar við ákveðnar kvikmyndir.
vera fær um að greina ákveðin sálfræðiþemu í kvikmyndum.
SÁL193, Jákvæð sálfræði, kvikmyndir og lífsleikni
Áfangalýsing
Hugmyndafræði jákvæðu sálfræðinnar og fræðileg hugtök eru kynnt í gegnum kvikmyndir. Jákvæða sálfræðin er nýleg fræðigrein sem rannsakar hvernig gera má gott líf enn betra. Í jákvæðri sálfræði er hugað að styrkleikum hvers og áhersla lögð á þá fremur en það sem aflaga hefur farið eða upp á vantar. Rýnt er í valið úrtak kvikmynda og nemendur látnir vinna eins konar heimildamöppu um þær með tilliti til sálfræðilegrar þekkingar. Áfangann má meta í stað LKN209 á framhaldsbraut. Áfanginn er jafnframt hentugur valáfangi á öðrum brautum.
SÁL203, þroskasálfræði
Undanfari: SÁL103
Áfangalýsing
Hugtök og rannsóknaraðferðir. Líkamsþroski og kynslóðabreytingar. Greindarþroski. Félagsmótun og áhrif foreldra. Geðraskanir barna og unglinga.
SÁL303, Afbrigðasálfræði
Undanfari: SÁL203
Áfangamarkmið:
Markmið áfangans eru að nemendur:
þekki og séu meðvitaðir um einkenni streitu
þekki leiðir til að vinna gegn streitu og viti hvaða atburðir valda streitu
þekki skaðleg áhrif streitu og hvað hefur áhrif á streituþol fólks
átti sig á sálfræðilegum áhrifum áfalla og hvernig hægt er að bregðast við þeim
átti sig á að erfitt er að draga skarpa línu milli eðlilegs og óeðlilegs sálarlífs
viti að til eru viðurkennd flokkunarkerfi geðraskana og geti greint einföld dæmigerð tilfelli
kunni skil á helstu flokkunarforsendum kvíðaraskana, lyndisraskana og geðklofa
geti gert grein fyrir einkennum, algengi, kenningum um orsakir og hugsanlegum áhættuþáttum helstu geðraskana
öðlist nokkra innsýn í það hvernig viðhorf til og meðferð geðraskana hefur breyst í gegnum tíðina
þekki helstu tegundir meðferðar og hugmyndafræði þeirra; þekki niðurstöður rannsókna á árangri sálfræðilegrar meðferðar og átti sig á gildi hennar í samanburði við læknisfræðilega meðferð
kynni sér aðbúnað geðfatlaðra og möguleika til mannsæmandi lífs
geri sér far um að temja sér fordómalaus viðhorf í garð fólks með geðraskanir
vinni sjálfstætt að efni tengdu áfanganum
SÁL333, jákvæð sálfræði
Undanfari: SÁL203
Áfangalýsing
Jákvæð sálfræði er nýleg fræðigrein sem rannsakar með vísindalegum aðferðum hvaða þættir það eru sem hjálpa fólki til að blómstra og upplifa vellíðan og hamingju í lífi sínu. Í áfanganum er unnið með hugtök á borð við hamingju, jákvæðar tilfinningar, gildi, styrkleika og jákvæð samskipti.
SÁL403, félagssálfræði
Undanfari: SÁL303
Markmiðalýsing
Nemendur:
-þekki helstu hugtök félagssálfræðinnar og rannsóknir sem tengjast þeim, m.a. staðalmyndir, fordóma, viðhorfamyndun, aðsemd og hlýðni
-viti hvaða þættir skipta máli varðandi það við hverja manni líkar og hverja ekki
-þekki áhrif hópa, hópþrýsting, höfnun hópsins, flokkadrætti, hópríg og fleira
-séu líklegri til að hjálpa náunga í neyð eftir að hafa kynnt sér hvernig afskiptaleysi náungans er venjulega háttað
-skoði auglýsingar út frá ákveðnum sálfræðilegum forsendum
-átti sig á hvernig mótun viðhorfa tengist auglýsingagerð
-nýti sér félagssálfræðina á hagnýtan hátt t.d félagssálfræði vinnunnar
Áfangalýsing
Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðara eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).
Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.
Áfangamarkmið
Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð megináhersla á endurvinnslu og endurnýtingu á öllum þeim hltum sem nemendur vinna með. Samstarfs er leitað við efnamóttöku sorphirðufyrirtækja um að fá nytjavörur sem þangað berast og endurnýta og/eða endurvinna þær. Nemendur yfirfara tæki og hluti sem þeir fá í hendur. Þau tæki og hlutir sem ekki er hægt að nota áfram eru tekin í sundur og flokkuð til endurvinnslu. Flokkunin er í samræmi við reglur sem gilda um endurvinnslu.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð megináhersla á endurvinnslu og endurnýtingu á öllum þeim hlutum sem nemendur vinna með. Samstarfs er leitað við efnamóttöku sorphirðufyrirtækja um að fá nytjavörur sem þangað berast og endurnýta og/eða endurvinna þær. Nemendur yfirfara tæki og hluti sem þeir fá í hendur. Þau tæki og hlutir sem ekki er hægt að nota áfram eru tekin í sundur og flokkuð til endurvinnslu. Flokkunin er í samræmi við reglur sem gilda um endurvinnslu. Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur stofni fyrirtæki þar sem nýtilegar vörur eru seldar.
Áfangalýsing
Í áfanganum læra nemendur að sinna heimilisviðhaldi af ýmsu tagi. Nemendur þjálfast í að sinna þeim verkefnum sem til falla innan veggja heimilis og átta sig á hvað hægt er að gera sjálfstætt og hvenær þarf að kalla til iðnaðarmenn. Nemendur fræðast jafnframt um helstu hættur inni á heimilum og læra varnir og viðbrögð við þeim.
Áfangalýsing
Í áfanganum verður fjallað um hárið og húðina.
Nemendur kynnast helstu hár- og húðvörum sem notaðar eru til að hreinsa og næra bæði hárið og húðina.
Nemendur prufa ýmsar húðvörur sem notaðar eru í þeim tilgangi t.d. hreinsimjólk, andlitsvatn, maska og ýmislegt fleira.
Kennd verður förðun og helstu atriði hennar.
Nemendur læra einfaldar greiðslur, að móta hárið og hvaða efni þarf til að árangur náist.
Nemendur fá að spreyta sig hver á öðrum.
Áfangamarkmið
Að loknu námi á nemandi að:
• þekkja hlutverk hársins og húðarinnar
• hvernig á að hirða hár sitt dags daglega
• geta sett upp hárið í einfalda greiðslu og mótað hár
• þekkja helstu vörur sem notaðar eru við hár og húðumhirðu og tilgang þeirra
• helstu atriði sem þarf að hafa í huga í förðun
Námsmat
• frammistaða í tímum 70%
• verkefni á önn 30%
Áfangalýsing kemur síðar
Áfangalýsing:
Náttúrlegar, heilar og ræðar tölur og aðgerðir á þeim. Undirstöðuatriði algebru. Lausnir jafna, óuppsettar jöfnur. Lausnir verkefna og þrauta. Reikniformúlur. Talnahlutföll, einingaskipti, skiptireikningur, prósentur, vextir. Rétthyrnt hnitakerfi í sléttum fleti, jafna beinnar línu.
Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn kynnist og nái valdi á eftirfarandi þáttum: Bókstafareikningi (liðun, þáttun, heil veldi, ferningsrótum og jöfnum), hlutfallareikningi (hlutföllum, prósentum og vöxtum) og frumhugtökum rúmfræðinnar (frumsendum og hornaföllum, flatarmáli, rúmmáli og hnitareikningi). Einnig er lögð áhersla á færni í röksemdafærslu og leitast við að byggja upp skyn nemenda fyrir rökrænu samhengi.
Áfangalýsing:
Frumhugtök rúmfræðinnar. Línur og horn í þríhyrningi, hornasumma þríhyrnings. Flatarmál og rúmmál. Einshyrndir þríhyrningar. Pýþagorasarregla. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi. Sinus og cosinus reglurnar. Aðferðir við að teikna myndir með hringfara, gráðuboga og reglustiku.
STÆ192, Talnafærni og jöfnur (fornámsáfangi)
Markmið
Fornám í stærðfræði fyrir nemendur sem fengið hafa lægra en 5 á samræmdu grunnskólaprófi. Þessi áfangi hentar einnig þeim sem eru að taka upp þráðinn að nýju eftir langt námshlé og vantreysta sér og hafa rökstuddan grun um að þeir þurfi að bæta undirstöðu sína í faginu.
Að þjálfa nemendur í talnameðferð og vinnubrögðum við stærðfræðinám.
Að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar.
Að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði.
Efnisatriði
Reikniaðgerðir, forgangsröð aðgerða, almenn brot, jöfnur, velda- og rótareikningur.
Náttúrlegar, heilar og ræðar tölur og aðgerðir á þeim. Lausnir jafna. Reikniformúlur. Talnahlutföll, skiptireikningur, prósentur.
Markmið
Áfanginn er undirbúningsáfangi sem ætlað er að bæta undirbúning nemenda þannig að þeir öðlist sjálfstraust og öryggi til að takast á við frekara nám í stærðfræði í framhaldsskóla. Námið er sérstaklega ætlað eldri nemendum sem eru í námi eða eru að koma aftur í nám.
Að þjálfa nemendur í talnameðferð og vinnubrögðum við stærðfræðinám.
Að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar.
Að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði.
Efnisatriði
Almennur talnareikningur, s.s brot, veldi og röð aðgerða, bókstafareikningur - einföldun, margföldun, þáttun, samlagning algebrustærða. Jöfnur með einni breytu, jöfnur með brotum, óuppsettar jöfnur. Hlutföll og vaxtareikningur
Áfangalýsing
Rauntölur og talnalínan, tölugildi, bil á talnalinuninni og ójöfnur. Þáttun, stytting brota, samlagning brota, veldi og rætur. Fall, graf falls og ýmsir eiginleikar falla. Nokkur algeng föll, s.s. línuleg föll og veldisföll. Annarsstigs margliðan. Skurðpunktar grafa, lausnir á fallajöfnum og ójöfnum. Annarsstigs jöfnur og lausnir þeirra. Graf annarsstigs fallsins, rætur og há og lággildi. Margliður, samlagning, margföldun, deiling og þáttun margliða.
Áfangalýsing
Rauntölur og talnalínan, tölugildi, bil á talnalinuninni og ójöfnur. Þáttun, stytting brota, samlagning brota, veldi og rætur. Fall, graf falls og ýmsir eiginleikar falla. Nokkur algeng föll, s.s. línuleg föll og veldisföll. Annarsstigs margliðan. Skurðpunktar grafa, lausnir á fallajöfnum og ójöfnum. Annars-stigs jöfnur og lausnir þeirra. Graf annarsstigs fallsins, rætur og há og lággildi. Veldisföll og rætur, lograr. Margliður, samlagning, margföldun, deiling og þáttun margliða.
STÆ303
Undanfari: STÆ203 eða hægferðarlínan
Áfangalýsing:
Lotubundin föll, bogmál á hring, hornaföll – umritun, gröf hornafalla, hornafallajöfnur. Notkun hornafalla og lotubundinna falla. Vigrar (vektorar) í fleti, samlagning vigra, deiling vigurstærða, punkt og krossmargfeldi. Umritun milli pólhnita og rétthyrndra hnita vigurs. Jafna hrings. Grunnatriði talningarfræði og yrðingarrökfræði.
STÆ313, tölfræði
Undanfari: STÆ203 eða hægferðarlínan
Áfangalýsing
Meðferð og túlkun tölulegra upplýsinga, úrvinnsla þeirra (t.d. miðsækni og dreifing) og framsetning. Táknmál og helstu lögmál líkindareiknings. Algeng tölvuforrit notuð til tölfræðilegrar úrvinnslu og myndrænnar framsetningar.
Áfangalýsing
Vísisföll, lograföll, markgildi falla og deildun. Fjallað um hagnýt verkefni sem leysa má með deildarreikningi. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur nái góðri færni í deildarreikningi og kunni allar helstu reglur þar að lútandi.
STÆ413, tölfræði
Undanfari: STÆ313
Áfangalýsing
Úrtaksfræði, öryggisbil, framsetningar og prófanir á núlltilgátum um meðaltöl, fervik, hlutföll, miðgildi o.fl.
Áfangalýsing:
Stofnföll, óákveðið heildi. Aðferðir við að reikna út heildi. Ákveðið heildi. Hagnýting heildarreiknings. Deildarjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.
Áfangalýsing:
Ýmis atriði eldra námsefnis tekin til athugunar við lausn verkefna. Nýju efni bætt við, svo sem tvinntölum, fleiri gerðum deildarjafna, og frekari hagnýtingu heildunarreiknings.
STÆ703, stærðfræðigreining
Undanfari STÆ603
Áfangalýsing:
Fjallað er um rauntölur og fullkomleika þeirra, runur og raðir, föll, sér í lagi logra- og vísisföll, og notkun stærðfræðigreiningar við lausn á ýmsum hagnýtum verkefnum.
Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum, hlustun, lestri, tali og ritun. Farið er í helstu undirstöðuatriði málfræði og réttritunar. Málnotkun er æfð. Lesnir raun- og bókmenntatextar sem fjalla um málefni líðandi stundar, land og þjóð. Nemendur lesa einnig kjörbækur. Þjálfun í notkun orðabóka, bæði í bókaformi og á Netinu. Tölvutækni er nýtt eftir því sem kostur gefst.
Lögð er áhersla á að kynna mál og menningu þeirra landa þar sem sænska er opinbert tungumál þ. e. Finnland og Svíþjóð, og þar sem töluð eru tungumál náskyld sænsku, séu þau ekki þegar kennd í skólanum þ.e. Noregur og Færeyjar.
Áfangalýsing
Lögð er áhersla á kynningu á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Þeirra á meðal eru Rousseau, Pestalozzi, Fröbel, Montessori og Dewey.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er lögð áhersla á aðstæður íslenskra barna og unglinga. Fjallað er um uppeldismál á Íslandi í nokkuð víðu samhengi, mikil áhersla er lögð á að nemendur kynni sér markmið skólastarfs á Íslandi, velti fyrir sér álitamálum í uppeldis- og skólastarfi, og geti rætt um þróun og uppbyggingu menntamála með gagnrýnu hugarfari. Áhersla er lögð á sjálfstæði nemenda og samvinnu við skipulagningu og upplýsingaleit og að nemendur öðlist þjálfun í að afla gagna, meta þau og kynna hver fyrir öðrum. Ýmsir áhrifaþættir í uppeldi eru einnig til umfjöllunar; einelti, barnavernd, áhrif kynferðis, fjölmenning og ofbeldi gagnvart börnum. Miklar kröfur eru gerðar um virkni nemenda í umræðum og verkefnavinnu.
UTN103, Upplýsinga- og tölvunám
Áfangalýsing
Markmið áfangans er að tryggja að nemandinn geti notað fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Áfanginn er fyrir nemendur á fyrstu önn í framhaldsskóla. Í áfanganum verður farið yfir tölvubúnað og hvernig best má hagnýta hann í námi við skólann. Farið verður yfir hvernig nemandinn getur sett fram eigið efni á neti skólans og kynntar leiðir til að hagnýta upplýsingatækni í almennu námi. Fjallað verður um almenn atriði upplýsingalæsis, m.a. verður farið yfir gögn um upplýsingaöflun, útgáfu- form upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti, mat á gæðum og áreiðanleika upplýsinga o.s.frv. Áfanginn getur verið samstarfsverkefni tölvukennara og bókasafns- og upplýsingafræðings.
Áfangamarkmið
Nemandi
- þekki staðarnet skólans og þann hugbúnað sem honum stendur til boða
- geti beitt þeim hugbúnaði, sem er til í skólanum, í réttu samhengi við annað nám í skólanum
- geti sjálfur aflað sér þekkingar um hvernig hagnýta má upplýsingatækni í tengslum við nám sitt
- geti sett fram þá þekkingu, sem hann aflar sér í námi sínu, á tölvutækan hátt, s.s. í gagnasafni, með myndrænni framsetningu tölfræðilegra gagna, á margmiðlunarformi með tónlist, myndum, kvikmyndum og stiklutexta
- geti rætt um verkfæri og viðfangsefni upplýsingatækninnar á réttri íslensku
- þekki helstu atriði í sögulegri þróun upplýsingamála
- sýni ábyrgð og siðvit í vinnu sinni á staðarneti skólans sem og Interneti
Hliðstæður UTN103
Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um meginflokkun atvinnulífs í frumvinnslu‐, úrvinnslu‐ og þjónustugreinar og þau réttindi og skyldur sem tengjast þátttöku einstaklingsins í atvinnulífinu almennt. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur kynnist atvinnulífi í nærumhverfi sínu af eigin raun með markvissum heimsóknum á vinnustaði. Í heimsóknum sínum er nemendum ætlað að afla upplýsinga um sögu og helstu viðfangsefni vinnustaðarins ásamt því að kynna sér þá menntun sem starfsfólk í ólíkum störfum þarf að hafa. Nemendur fá auk þess að tækifæri til að vera virkir þátttakendur á þeim vinnustöðum sem þeir heimsækja, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þá er jafnframt lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að setja fram niðurstöður sínar á góðu íslensku máli og hagnýti möguleika upplýsingatækninnar, s.s. með því að útbúa glærukynningu, veggspjald, stuttmynd, bækling eða vefsíðu.
Markmið
Nemendur nái góðum tökum á almennum verslunar- og prósentureikningi og leikni í notkun reiknivéla.
Nemendur geti:
• framkvæmt skipti-/hlutfallareikning
• reiknað allan algengan prósentureikning
• reiknað vexti og vaxtavexti
• notfært sér möguleika reiknivéla við útreikninga
Námslýsing, efnisatriði og kennsluhættir:
• Kennd er talnameðferð og reikningur algengustu dæma í almennum verslunarreikningi.
• Tekin eru fyrir almenn brot og tugabrot, jöfnur, skipti-/hllutfallareikningur, prósentureikningur og vaxtareikningur.
• Kennsla fer fram með sýnikennslu og útskýringum á töflu en mestum tíma er varið í útreikning dæma.
Áfangalýsing
Kynnt eru hugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi.
Áfangalýsing:
Lögð er megináhersla áhersla á þjálfun framburðar, uppbyggingu og notkun orðaforða um nánasta umhverfi, munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og grunnatriði sem nauðsynleg eru til að mynda einfaldar aðalsetningar og spurningar. Einnig verður vikið að meginatriðum um þýskumælandi lönd, helstu samskiptum þeirra og Íslands og skyldleiki íslensku og þýsku ræddur.
Áfangalýsing
Textar eru lesnir og gerðar hlustunaræfingar, skriflegar æfingar í kennslubók og æfingabók. Færniþættir eins og lestrar- og hlustunarskilningur, ritun og tal og málfræði þjálfaðir í einstaklings- , para- og hópavinnu. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Ný málfræðiatriði bætist við. Inn í kennsluna fléttast upplýsingar um staðhætti, samskiptavenjur og menningu þýskumælandi landa og þjóða.
Áfangalýsing:
Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn inn í aðstæður ungs fólks í þýskumælandi löndum hvað snertir nám og atvinnuhætti. Fjallað verður um skiptingu og sameiningu Þýskalands en þetta eru atriði sem eru forsenda skilnings á núverandi aðstæðum í hinum þýskumælandi heimi.
Áfangalýsing
Lesnar verða nokkrar stuttar smásögur eftir þýskumælandi höfunda. Byggt er á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er unnið með alla færniþættina með aukinni áherslu á munnlega tjáningu. Textar verða lengri og þyngri og unnið er með ákveðin þemu og mismunandi textaform, s.s rauntexta, bókmenntaefni, hljóð- og myndefni. Nemendur vinna að hluta til sjálfstætt, m.a. verkefni að eigin vali.Áhersla er á að auka orðaforða enn frekar og farið er í nokkur ný málfræðiatriði en í lok áfangans eiga nemendur að þekkja og geta beitt helstu grundvallaratriðum málfræðinnar. Unnið er að því að bæta þekkingu nemenda á þýskumælandi löndum og þjóðum.
ÞÝS573, Yndislestur
Undanfari ÞÝS403
Áfangalýsing
Valáfangi fyrir nemendur á öllum brautum. Nemendur lesa sjálfstætt minnst fjórar skáldsögur eða annan bókmenntatexta á þýsku. Efni skal valið af sérstökum lista eða samþykkt af kennara. Í samráði við kennara getur nemandi valið efni sem hann hefur sérstakan áhuga á.
Markmiðið er að nemendur sem náð hafa nokkru valdi á þýsku geti lesið sér til ánægju og aukið þannig við færni sína í málinu.
Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið og skila stuttum ritgerðum og greinargerðum innan ákveðins tímaramma.