Nemendafélag FSH

Áfangaheiti í nýrri námskrá

Hér er dæmi tekið af fyrsta áfanga á þrepi 2 í íslensku: ÍSLE2MÁ05(21)

Fyrstu fjórir bókstafirnir, ÍSLE, vísa til námsgreinarheitis.

Næsti tölustafur, 2, vísar til þess á hvaða hæfniþrepi áfanginn er.  Allir áfangar eru á þrepi 1, 2 eða 3 eftir því hversu miklar hæfnikröfur eru gerðar til nemandans í áfanganum.

Næst koma tveir bókstafir sem vísa til viðfangsefnis áfangans.  Hér stendur MÁ fyrir mál- og menningarsögu.

Næstu tveir tölustafir vísa til einingafjölda í áfanga.  Tölurnar 05 að áfanginn sé 5 framhaldsskólaeiningar.

Tölustafirnir tveir í sviganum aftast vísa til þess í hvaða röð skuli taka áfangana.  Fyrri tölustafurinn vísar til undanfara en sá seinni til jafngildisáfanga.  Þannig þarf að taka áfanga sem merktur er (11) á undan áfanga sem merktur er (21) en ekki skiptir máli hvort áfangi sem merktur er (21) sé tekinn á undan eða eftir áfanga sem merktur er (22).

Námsbrautir í nýrri námskrá (Athugið að til þess að opna áfangalýsingu þarf að smella á áfangaheiti í brautarlýsingunni):
Félags- og hugvísindabraut
Náttúruvísindabraut
Opin stúdentsbraut

Aðrar námsbrautarlýsingar skólans, s.s. framhaldsbraut, almenn námsbraut og félags- og hugvísindabraut, eru enn samkvæmt eldri námskrá en stefnt er að því að breyta þeim í samræmi við nýja námskrá skólaárið 2015-2016.