Húslestur 29.11.2019

10. tbl. 29. árgangur föstudaginn 29. nóvember 2019.  Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason

Efni:

1. Fjórða fjarvistatalning annarinnar.  Viðmið er 90% mæting.  Þeir sem eru undir viðmiðinu fá senda viðvörun frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri.
Hér má sjá hvernig skoða má viðveru í Innu. Fjarvistatalning verður tekin í næstu viku.
Mætingarreglur FSH

2. Vali fyrir vorönn 2020 er lokið.  Þeim, sem hugsanlega gleymdu að velja, er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara.

3. Próftafla haustannar 2019 liggur nú fyrir og er orðin endanleg.  Hér má sjá prófreglur FSH.

4. Frestur til að sækja um sérúrræði í prófum rann út 18. nóvember. Með sérúrræðum er t.d. átt við lengri próftíma, fámenna prófstofu og lituð prófblöð. Ef einhverjir eiga enn eftir að sækja um sérúrræði, er þeim bent á að hafa samband við námsráðgjafa hið snarasta.  Ekki verður hægt að bregðast við óskum um fámennar prófstofur sem berast eftir mánudaginn  2.desember.

5. Innritun fyrir vorönn 2020 lýkur 30. nóvember.  Þeir, sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn þurfa ekki að innrita sig sérstaklega.

6. Brautaskipti:  Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

7. Kennsla á vorönn 2020 hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 12:00 með örtímum. Skrifstofan opnar kl. 08:00 sama dag.  Töflubreytingar verða auglýstar í fyrsta Húslestri næsta árs.