Umsjón H19

Umsjónarkennarar:

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og kallar nemendur í viðtal þegar þurfa þykir.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar sem hér segir:

Auður Jónasdóttir               Starfsbraut.
Gunnar Baldursson              Nemendur á náttúruvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar).  Viðtalstímar auglýstir síðar.
Rakel Dögg Hafliðadóttir      Nemendur á félags- og hugvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar), ótilgreind námsbraut og grunnskólanemendur.  Viðtalstímar auglýstir síðar.
Elín Rúna Backmann            Nemendur á almennri braut og opinni stúdentsbraut. Viðtalstímar auglýstir síðar.
Halldór Jón Gíslason      Útskriftarnemar og nemendur heilsunuddbrautar.  Viðtalstímar eftir samkomulagi mánudag-fimmtudag kl. 8:15-12.

Umsjón
Umsjónarkennarar taka viðtöl á hverri önn við nemendur undir 18 ára aldri þar sem farið er yfir stöðuna í náminu, líðan í skólanum og aðra þætti.

Val
Drög að valframboði fyrir næstu önn munu liggja fyrir um mánaðamót september/október og geta nemendur sent aðstoðarskólameistara tölvupóst á halldor@fsh.is með ábendingum um hvaða áfanga þarf að kenna á næstu önn. Þetta þýðir að vinna við námsáætlun og val fyrir næstu önn hefst snemma á önninni og er áætlaður u.þ.b. mánuður í þessa vinnu.  Vali fyrir vorönn 2020 verður að ljúka í síðasta lagi 18. október.  Ætlast er til að nemendur búi til námsáætlun og velji í Innu undir leiðsögn umsjónarkennara.  

Athugið að skólanámskrá er á heimasíðu skólans.  Þar eru m.a. upplýsingar um alla áfanga og brautir skólans, námsmat, fjarvistakerfið o.fl.

Þeir sem hyggja á útskrift við skólaslit vorið 2020 eru beðnir að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst til að fara yfir námsferla sína og tryggja að allt sé í lagi.

Inna og Innuaðgangur