Húslestur 17.08.2018

  1. tbl. 28. árg. Föstudagur 17. ágúst 2018. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Jón Gíslason

Velkomin til starfa á nýju skólaári!

Húslestur hefur ýmsar upplýsingar að geyma. Lesið hann vandlega og haldið honum til haga. Lesið einnig vel kaflana um námsbrautir og áfanga á vef skólans. Þá er oft ýmsar upplýsingar og tilkynningar að finna á tilkynningatöflu við nemendainngang.

Skólasetning verður kl. 10:00 mánudaginn 20. ágúst. Í framhaldinu munu nemendur fá kynningu frá námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðingi, íþróttakennara og nemendaráði. Nemendur hitta því næst umsjónakennara og fá kynningu frá þeim. Nemendur sem hyggjast nota tölvur við námið koma með þær og fá virkjaðan aðgang að interneti, prentara og kennsluvef með aðstoð starfsmanns Advania. Klukkan 11:00-16:00 verður opið fyrir töflubreytingar fyrir eldri nemendum á skrifstofu aðstoðarskólameistara. Það er mjög mikilvægt að nemendur nýti þennan auglýsta tíma til þess að sinna töflubreytingum. Varðandi dagskrá annarinnar má nefna eftirfarandi: Vörðuvikur verða haldnar 10.-14.september og 5.-9. október, starfsdagur verður þann 7. september, miðannarmat fer fram 8. október, valdagur er 11.október og haustfrí verður 18. og 19. október.  Próf verða frá 10. til 19. desember og önninni lýkur með prófsýningu þann 20. desember.

Starfsfólk skólans
Skólameistari:  Valgerður Gunnarsdóttir. Viðtalstímar mánudaga til fimmtudags daga kl. 10-14.
Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari. Viðtalstímar mánudaga til fimmtudags frá kl 9-12. Eða eftir samkomulagi.
Náms- og starfsráðgjafi:  Guðrún Helga Ágústsdóttir. Viðtalstímar auglýstir síðar.
Skólahjúkrunarfræðingur:  Díana Jónsdóttir.  Viðtalstímar auglýstir síðar.
Fjármálastjóri og ritari:  Arnþór Hermannsson. Hann er við mánudaga til föstudaga frá kl. 8-16
Umsjónarmaður húsnæðis: Þuríður Guðrún Reynisdóttir.
Umsjónarmaður tölvukerfis: Aðalgeir Sævar Sigurgeirsson. Almennur viðverutími á mánud. kl. 10-12 og fimmtud. kl. 10-11:30.

Kennarar á haustönn 2018

Auður Jónasdóttir                  Starfsbraut.
Ásta Svavarsdóttir                 Íslenska.
Gunnar Baldursson                 Efnafræði, eðlisfræði.
Halldór Jón Gíslason                Saga.
Ingólfur Freysson                   Félagsfræði.
Knútur Arnar Hilmarsson          Stærðfræði.
Rakel Dögg Hafliðadóttir:         Sálfræði, lífsleikni, stærðfræði.
Sigurður Narfi Rúnarsson        Starfsbraut.
Selmdís Þráinsdóttir               Íþróttir.
Smári Sigurðsson                   Enska, þýska.
Valdimar Stefánsson               Saga, stærðfræði.

Allir kennarar hafa viðtalstíma og verða þeir auglýstir síðar á töflu á nemendagangi