Húslestur 02.05.2018

5. tbl. 28. árgangur mánudaginn 2. maí 2018.  Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason.

Efni:

1. Fjórða fjarvistatalning annarinnar.  Viðmið er 92% mæting. Alltaf er mikilvægt að mæta vel í skólann og ekki síst nú síðustu kennsludaga annarinnar.   
Mætingarreglur FSH

2. Vali fyrir haustönn 2018 er lokið. Þeim sem hafa ekki valið en vilja vera í námi á næstu önn er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara.   HÉR má sjá lista yfir áfanga sem kenndir verða á komandi haustönn.

3.  Próftafla vorannar 2018.  Athugið að hér er um að ræða endanlega próftöflu. Vinsamlega skoðið töfluna vel og kynnið ykkur prófreglur skólans.

4. Innritun eldri nemenda, fæddra 2001 eða fyrr, fyrir haustönn 2018 hófst 6. apríl og lýkur 31. maí.  Nemendur á vorönn 2018, sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn, þurfa ekki að innrita sig sérstaklega.

5. Brautaskipti:  Nemendur sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

6. Nemendur fá kærar þakkir fyrir góða starfsönn og bestu óskir um velgengni á lokaspretti annarinnar.