Aðrar upplýsingar V17

Bókakaup
Bókalisti vorannar 2017
Nemendur eru hvattir til að skipta eldri bókum sín á milli hér í skólanum.

Námsferlar nemenda
Enn standa yfir nokkrar breytingar á skólakerfinu Innu vegna breytinga á Aðalnámskrá framhaldsskóla.  Stúdentsbrautir hafa þó fengið hér um bil endanlegt útlit en enn á eftir að setja almenna braut og starfsbraut upp í Innu.  Það verður gert á næstu vikum.  Stefnt er að því að uppsetningu brauta í Innu verði lokið áður en nemendur velja áfanga fyrir næstu önn, þ.e. haustönn 2017.  Ánægjulegt er að greina frá því að allar námsbrautir Framhaldsskólans á Húsavík nú fengið staðfestingu Mennta- og menningarmálaráðuneytis og eru sýnilegar á heimasíðu skólans.  Á heimasíðu skólans má einnig finna leiðbeiningar um val í Innu og tillögu um hvernig nemendur raði áföngum á annir. 

Áfangaheiti
Í eldri námskrá frá 1999 er auðkenni hvers áfanga sex stafa runa.  Fremst er heiti námsgreinarinnar tilgreint með þremur bókstöfum, t.d. ÍSL fyrir íslensku.  Næst kemur þriggja stafa tala; fremsta talan táknar hvar áfanginn er í röðinni innan námsgreinar, önnur talan greinir að áfanga með sama undanfara, þriðja talan segir til um einingafjölda áfangans. Áfangaheitið ÍSL103 táknar því að áfanginn er byrjunaráfangi í íslensku sem gefur 3 einingar.
Í yngri námskrá frá 2011 samanstendur auðkenni hvers áfanga af 11 stafa runu.  Fyrstu fjórir bókstafirnir vísa til námsgreinarheitis.  Þannig vísar ÍSLE í áfangaheitinu ÍSLE2MB05(11) til íslensku.  Næst kemur tölustafur sem vísar til þess á hvaða hæfniþrepi áfanginn er.  Allir áfangar eru á þrepi 1, 2 eða 3 eftir því hversu miklar hæfnikröfur eru gerðar til nemandans í áfanganum.  Því næst koma tveir bókstafir sem vísa til viðfangsefnis áfangans.  Í þessu tilfelli vísar MB til þess að áfanginn fjallar um málnotkun og bókmenntir.  Næstu tveir tölustafir vísa til einingafjölda í áfanga.  Tölurnar 05 segja þannig til um að áfanginn sé 5 einingar.  Tölustafirnir tveir í sviganum aftast vísa til þess í hvaða röð skuli taka áfangana.  Fyrri tölustafurinn vísar til undanfara en sá seinni til jafngildisáfanga.  Þannig þarf að taka áfanga sem merktur er (11) á undan áfanga sem merktur er (21) en ekki skiptir máli hvort áfangi sem merktur er (21) sé tekinn á undan eða eftir áfanga sem merktur er (22).

Bókasafn FSH er fyrir ofan aðalinngang skólans við hliðina á stofu 10. Þar er m.a. lesaðstaða og aðgangur að tölvum, prentara og ljósritunarvél, en einnig geta nemendur unnið þar með sínar eigin fartölvur. Opnunartími bókasafns er frá kl. 8:15 alla virka daga og á meðan kennsla stendur yfir í skólanum. Viðvera starfsmanns á bókasafni er kl. 8-14 mánudaga til fimmtudaga og kl. 8-13 á föstudögum.

Skápar innan við anddyri.  Nemendur geta leigt sér skáp við anddyri hjá ritara.  Leigan er kr. 3.000,- á skólaári (tvær annir).  Þar af verða kr. 2.000,- endurgreiddar í lok skólaárs gegn afhendingu lykils.

Meðferð matvæla og sorps
Öll neysla matar og drykkjar er bönnuð í kennslustofum skólans.
Nemendur skulu henda sorpi í tunnur með viðeigandi merkingum á nemendagangi.  Nauðsynlegt er að skola pappírs- og plastumbúðir áður en þeim er hent og er nemendum bent á að gera það í ræstingakompu á nemendagangi, gegnt skrifstofu ritara.

Netaðgangur nemenda
Nemendur fá ekki lengur afhent skólanetföng heldur nota þeir eingöngu eigin netföng. Þeir nemendur sem þurfa aðstoð við að stofna netföng geta leitað til Aðalgeirs Sævars Óskarssonar adalgeir.oskarsson@advania.is  Heimasvæði nemenda er undir “H:” drifi og kvóti verður 50Mb. Nemendur geta vistað gögn sín í “My Documents” eða beint inn á H: drif.  Verði nemendur uppvísir að misnotkun á tölvukerfi skólans verður aðgangurinn tekinn af þeim.  Opnunartímar stofu 1 eru þegar hún er ekki í notkun skv. töflu (sjá auglýsingu við stofudyrnar).  Kennarar með hópa hafa þó forgang á opnunartímum fram yfir aðra.

Athugaðu!
Þegar þú yfirgefur tölvu skalt þú ávallt aftengjast með því að ýta á “Start” hnapp og velja “Log off notandi”.
Tölvustofan er oft mjög umsetin og ekki er leyfilegt að skreppa í burtu frá tölvu nema í mjög stuttan tíma. Ef þú kemur að tölvu þar sem enginn situr en einhver er augljóslega tengdur skalt þú gefa viðkomandi svigrúm til að koma til baka (c.a. 2-3 mínútur), vista síðan það sem unnið er með, aftengja viðkomandi og nota tölvuna:)

Herdís Þ. Sigurðardóttir aðstoðarskólameistari
herdis@fsh.is