Íþróttir H17

Íþróttatímar eru í íþróttahöll, ýmist í aðalsal, litla salnum eða í þreksal.  Íþróttir eru ýmist í C- eða D-stokki.

ATH! Nýnemar eiga að mæta samkvæmt stundaskrá sinni í stofu 1 í dag, föstudaginn 18. ágúst, ekki í íþróttahöll!

Íþróttir á fyrsta námsári eru bæði bóklegar og verklegar.  Nemendur á fyrsta námsári skulu mæta í íþróttatíma í íþróttahöll en nemendur sem komnir eru lengra í námi eiga þess kost að stunda sínar íþróttir utan íþróttatíma í töflu að því gefnu að þeir stundi íþróttir sem nemur a.m.k. 2x40 mínútur í viku.  Langflestir nemendur sem komnir eru á annað námsár eða lengra kjósa að stunda sínar íþróttir utan stundatöflu og því sýna stundatöflur þeirra í mörgum tilfellum íþróttaárekstra.  Nemendur skulu samt sem áður í öllum tilfellum hafa samband við íþróttakennara og ganga frá samningi við hann um hvernig íþróttum verði háttað á önninni. 

Nemendum, sem æfa íþróttagrein á vegum íþróttafélagsins Völsungs, gefst kostur á að skrá sig í afreksíþróttir.  Hver áfangi í afreksíþróttum gefur tvær einingar og gilda þær sem val í námsferli nemenda.  Þeir nemendur sem vilja skrá sig í afreksíþróttir skulu hafa samband við Ingólf Freysson hið allra fyrsta.  Síðar verður auglýst hvort afreksíþróttatímar lenda í C- eða D-stokki. 

Athugið að aðrir nemendur geta verið í íþróttum á sama tíma og afreksíþróttahópur!

Þeir sem ekki hafa fengið íþróttir í töflu snúi sér til aðstoðarskólameistara.
Þeir sem eru með íþróttaárekstur hafi samband við íþróttakennara.

Kennsluvefur