Íþróttir V16

Íþróttatímar eru í Íþróttahöll, ýmist í aðalsal, litla salnum eða í þreksal.  Íþróttir eru allar í stokkum og er hægt að velja um tíma í A, B, C eða D stokk.

Íþróttir á fyrsta námsári eru bæði bóklegar og verklegar.  Nemendur á fyrsta námsári skulu mæta í íþróttatíma í íþróttahöll en nemendur sem komnir eru lengra í námi eiga þess kost að stunda sínar íþróttir utan íþróttatíma í töflu.  Óski þeir slíks, skulu þeir hafa samband við Ingólf Freysson íþróttakennara og gera áætlun í samráði við hann um hvernig skilyrði um íþróttir verða uppfyllt

Nemendum, sem æfa íþróttagrein á vegum íþróttafélagsins Völsungs, gefst kostur á að skrá sig í afreksíþróttir.  Hver áfangi í afreksíþróttum gefur tvær einingar og gilda þær sem val í námsferli nemenda.  Þeir nemendur sem vilja skrá sig í afreksíþróttir skulu hafa samband við Ingólf Freysson hið allra fyrsta.  Afreksíþróttir munu lenda í A, B eða C-stokki á vorönn 2016 en síðar verður auglýst hver þessara stokka verður fyrir valinu. 

Athugið að aðrir nemendur geta verið í íþróttum á sama tíma og afreksíþróttahópur.

Þeir sem ekki hafa fengið íþróttir í töflu snúi sér til aðstoðarskólameistara.
Þeir sem eru með íþróttaárekstur hafi samband við íþróttakennara.

Kennsluvefur