Umsjón H16

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og kallar nemendur í viðtal þegar þurfa þykir.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar sem hér segir:

Umsjónarkennarar:
Auður Jónasdóttir               Starfsbraut
Rakel Dögg Hafliðadóttir      Nemendur á félagsfræðibraut/félags- og hugvísindabraut sem ekki hyggja á námslok vorið 2017
Ingólfur Freysson                Nemendur á framhaldsbraut og almennri braut. Viðtalstímar auglýstir síðar
Gunnar Baldursson              Nemendur á náttúrufræðibraut/náttúruvísindabraut sem ekki hyggja á námslok vorið 2017
Herdís Þ. Sigurðardóttir        Nemendur sem hyggja á námslok vorið 2017

Umsjón
Einu föstu umsjónartímarnir eru í upphafi annar, að lokinni skólasetningu, fyrir nemendur fædda 1999 og 2000 auk annarra nýnema og endurinnritaðra.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar nemendum til aðstoðar með val og námsáætlun.  Jafnframt taka umsjónarkennarar viðtöl á hverri önn við nemendur undir 18 ára aldri þar sem farið er yfir stöðuna í náminu, líðan í skólanum og aðra þætti.
Drög að valframboði fyrir næstu önn munu liggja fyrir í þriðju viku september og geta nemendur sent aðstoðarskólameistara tölvupóst á herdis@fsh.is með ábendingum um hvaða áfanga þarf að kenna á næstu önn. Þetta þýðir að vinna við námsáætlun og val fyrir næstu önn hefst snemma á önninni og eru áætlaðar 3-4 vikur í þessa vinnu.  Vali fyrir vorönn 2016 verður að ljúka í síðasta lagi föstudaginn 21. október.  Ætlast er til að nemendur búi til námsáætlun og velji í Innu undir leiðsögn umsjónarkennara.  Umsjónartími vegna aðstoðar við val, fyrir þá sem það vilja, verður haldinn fimmtudaginn 13. október.
Athugið að skólanámskrá er á heimasíðu skólans.  Þar eru m.a. upplýsingar um alla áfanga og brautir skólans, námsmat, fjarvistakerfið o.fl.

Þeir sem hyggja á útskrift við skólaslit vorið 2017 eru beðnir að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

Inna og Innuaðgangur